Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 292
290
GRIPLA
historia gæti einnig haft að geyma falin sannindi, sagnaritari gæti falið í frá-
sögn sinni spásögn Guðs um óorðna hluti.
I bók eftir þýska bókmenntafræðinginn Hans Robert JauB, Alteritat und
Modernitát, sem doktorsefni virðist þekkja því að hann vísar til hennar, reynd-
ar þó aðeins í aftanmálsgrein, eru a.m.k. tveir kaflar sem fjalla um bók-
menntategundir á miðöldum. JauB reyndi margsinnis að skipa niður bók-
menntum í tegundir á grundvelli þeirra lýsinga sem fundist hafa í heimild-
unum sjálfum en einnig eftir þeim sess sem þær virtust hafa í samfélagi því
sem þær voru sprottnar upp úr. Hann lagði til grundvallar þnskiptinguna epos,
roman og novelle, og — eins og augljóst er — getur sú skipting ekki talist
tækileg þegar í hlut eiga íslensk sagnarit um konunga. Eigi að síður geta
kennimörk hans við greininguna átt við hin íslensku rit. Þau eru fjögur og
þeim skipt í undirdeildir; kennimörkin eru: 1) höfundur / texti; 2) modus
dicendi, frásagnarháttur, eða framburður, svo að notuð séu fomíslensk hugtök;
3) bygging eða atburðarás; 4) modus recipiendi, viðtökur (JauB 1977:114—
115). Það er einmitt 2., 3. og 4. kennimörkin sem virðast geta orðið að gagni
við sundurgreiningu íslenskra sagnarita.
Þegar komið er fram á daga Snorra Sturlusonar er ljóst að þurr skráning
staðreynda sem Gervasius kallar chronica víkur fyrir margháttaðri túlkun
fortíðarinnar. Þeir sem aðhylltust týpólogíska sagnagerð sáu viðburði nútíðar
sem endurspeglun fjarlægra og nálægra fortíðaratburða. Þetta ýtti undir að
sagnaritun, samning sögulegra verka varð fremur res fictae, en res factae, —
og einstök æviatvik nafnkunnra eða óþekktra manna gátu þá fléttast inn í
stærri atburðarás — og orðið til eftirdæmis, liður í túlkun stærri viðburða um
ævi valdsmanna.
Hvar á svo að skipa niður texta Msk. með sagnaritum miðalda, þeim
verkum sem höfum kallað söguleg rit? Það hrekkur skammt að kalla Msk.
bara konungasögu. Doktorsefni hefði þurft að ákvarða verkinu betur sess
meðal bókmennta samtíðarinnar. Hvemig kemur bygging þess heim við önn-
ur sagnarit um sama efni? Er t.d. ordo naturalis eða artificialis (eðlileg eða
tilbúin röð atburða), — hugtak sem AJ gerir reyndar örlitla grein fyrir,— á
annan veg háttað í Msk. en í Fagurskinnu (Fgsk.) eða Heimskringlu (Hkr.)?
Ekki er að sjá að í Msk. sé ordo artificialis. Og ekki er að sjá að öðruvísi sé
farið með tímann en í þriðja hluta Hkr. Er notkun dróttkvæða í Msk. ekki
öðruvísi háttað en sagnaritunum Hkr. og Fgsk? í hverju liggur munurinn?
Ég hefði kosið að doktorsefni hefði athugað þessi atriði betur til að
ákvarða hvar staður Msk. væri í íslenskum sagnaheimi. Þá hefði komið betur