Gripla - 01.01.2003, Side 294
292
GRIPLA
Eðlisfar mitt er mjer óhætt að segja að sje skynsemi og fullkominn
skortur á hugmyndaflugi, og jeg get þess, að aðrir finni mér það til
foráttu.
Það var ekki einungis kynslóð FJ sem tileinkaði sér aðferðafræði Lachmanns
heldur einnig lærisveinar hans í Kaupmannahöfn, Jón Helgason og Bjöm
Karel Þórólfsson, svo og þeirra sporgöngumenn, þ. á m. Jonna Louis-Jensen.
Því miður hefur texti Msk., GKS 1009 fol, ekki varðveist heill. I handritið
vantar nokkur blöð og hefur FJ, síðasti útgefandi þess, gripið til þess að fylla
eyðumar með texta Flateyjarbókar sem sýnt hefur verið fram á að er skyldur,
en ekki færir FJ nægileg rök fyrir því að prenta hann með texta GKS 1009 fol.
Útgáfa FJ er traust svo langt sem hún nær. Greinargerð hans fyrir textanum er
hins vegar bam síns tíma. Hann rekur t.d. lið fyrir lið í inngangi sínum það
sem hann telur vera innskot í textanum; þar á meðal eru nær allar þær frá-
sagnir sem kallaðar hafa verið þættir. Fyrir honum á frásögnin að vera í rök-
réttri tímaröð, allt sem rýfur þá röð eða er ekki í beinum tengslum við þá at-
burðarás er að hans áliti innskot. Rök hans em oftast þau að frásögnin finnist
annars staðar í sögum af konungum, t.d. í Hkr. eða Fgsk. og þar sé hún í
röklegu samhengi við undanfarandi frásögn og það sem á eftir kemur og ekki
dvalist við efni sem ekki þar á heima að hans skilningi.
ÁJ rekur skilmerkilega rannsóknir textafræðinga allt frá fræðum Gustav
Indrebp fram til athugana eftir Jonnu Louis-Jensen. Finna verð ég þó að því að
hann virðist gera sér óglögga grein fyrir vinnubrögðum þeirra; ég fæ ekki
betur séð en að hann hafi ekki áttað sig á, að annars vegar beinast aðferðir
þeirra að textasamanburði, samanburði á óskyldum eða skyldum textum, oft
frá ólíkum tímum; slrkur samanburður leiðir oft til þess að svokölluð rittengsl
koma fram. Hins vegar er svo textarýnin, nákvæm yfirferð allra texta hand-
ritanna og útgáfa þeirra þar sem reynt er að finna forrit þeirra með því að rekja
saman sameiginleg textaafbrigði, leshætti eða villur sem koma fyrir í nokkrum
hlut handritanna eða einu þeirra, en ekki í öðrum. Þessi aðferð hentar vel til að
sýna skyldleika handritanna, hún getur dregið fram einn flokk skyldra handrita
og sýnt fram á frávik hans gagnvart öðru handriti eða handritaflokki. Þetta var
aðferð Lachmanns, rökleg textarýni sem FJ aðhylltist sem og sporgöngumenn
hans allt til þessa dags.
Með slíkri rannsóknaraðferð hefur komið í ljós að Msk. er einn angi af
textahefð sem upphaflega er til orðin á 13. öld og er enn við bestu heilsu á 15.
öld. Texti Huldu, AM 66 fol, frá síðari helmingi 14. aldar og Hrokkinskinnu,
GKS 1010 fol, frá öndverðri 15. öld er náskyldur texta Msk., en nokkur frávik