Gripla - 01.01.2003, Side 295
ANDMÆLARÆÐUR
293
eru þó þar á svo að ekki má telja hann vera nákvæmlega á sama meiði. Sýnt
hefur verið fram á að brotin í AM 325 IV þ og XI 3 4to eru forrit þess texta
sem skotið var inn í Flateyjarbók á 15. öld þegar Þorleifur Bjömsson eldri á
Reykhólum hafði eignast bókina. Bæði brotin em talin vera frá síðari helmingi
14. aldar. Niðurstöður rannsókna Jonnu Louis-Jensen eru þær að þessi
textahefð kvíslist í tvær greinar, annars vegar er texti Msk., en hins vegar texti
brotanna, Flateyjarbókar og texti Huldu og Hrokkinskinnu. Og á gmndvelli
samburðar þessara tveggja greina verður að gera ráð fyrir að til hafí verið eldri
Msk.-texti, stofnrit varðveittrar textahefðar. Það rit er samkvæmt rökum
textafræðinnar foreldri, forfaðir eða formóðir allra textanna, en er því miður
óþekkt stærð. Og engin leið er til þess nú að ákvarða hvort þetta upphugsaða
foreldri er frumrit eða eftirrit þess. Augljóst er þó að að baki textahefð Msk.
hefur verið heimild sem aðrir sagnaritarar hafa líka nýtt. Og þess ber að
minnast að mjög óvarlegt er að kalla stofnrit textahefðar Msk. Frum-
Morkinskinnu eins og ÁJ gerir víða.
Reynt hefur verið að finna með samanburði við texta Ágrips, Fgsk. og Hkr.
eða frásagnir þeim skyldar, umfang þeirrar heimildar sem þessi rit hafa stuðst
við. En þar er margur vandi á ferðinni. Menn hafa að vísu verið sammála um
að Ágrip sé elsti textinn og Fgsk. sé eldri en Msk., og yfirleitt hafa menn talið
að hún sé eldri en Hkr. Sannast sagna em greinileg rittengsl milli þessara frá-
sagna en samband þeirra innbyrðis og aldursröð er síður en svo Ijóst og þau
viðmið sem fræðimenn hafa haft um samband textanna eru ekki glögg. Er
Hkr., eins og við þekkjum hana, t.d. afsprengi textahefðar sem er yngri en
Msk.? Og þess ber að gæta, að 3. hluti þess verks sem og 1. hluti þess er oft
sér í varðveittum handritum, Ólafs saga helga fylgir þar ekki með eða er í
annarri gerð en í uppskriftum Kringlu. Þetta er allt mjög flókið mál innan
textafræðinnar og hefur ekki verið enn leyst á viðhlítandi hátt. En rittengsl
Msk. við ofangreind rit hafa og ekki sýnt það sem mönnum hefur mest leikið
hugur á að vita, hvort umframhlutar Msk., hinir svokölluðu þættir, hafi verið
i forriti Msk. eða ekki. Textafræðingar hafa því ekki getað sýnt fram á að
þættimir væru innskot; ályktun FJ og annarra þeirra fræðimanna sem tekið
hafa undir rannsóknir hans, að flestir þættimir væm innskot, byggist á röngum
forsendum, — þeir gerðu ráð fyrir að allir textar sagnarita um konunga væru
eins að byggingu, strangur rammi krónólógíunnar sagði þeim til hvemig slík
saga ætti að vera — og auk þess hugðu þeir að frásögn af því tagi kæmi betur
heim við sögulegan veruleik; sagnarit um konunga væru einnar gerðar, líkust
Fgsk. og Hkr.