Gripla - 01.01.2003, Page 296
294
GRIPLA
Mér sýnist ÁJ vera vel ljósir þessir veikleikar í rannsóknum textafræðinga
en hann gerir sér ekki nógan mat úr þeim. Og skýringin á þáttum Msk. hlýtur
að vera sú að markmið söguritarans hafi verið annað, sýn hans á atburði og
persónur hafi verið önnur en í Fgsk. og Hkr. Með öðrum orðum, við höfum í
höndum annars konar texta en þar.
ÁJ gerir sér að vísu grein fyrir þessu; túlkun hans á bókmenntalegum
einkennum Msk. sýnir það. Því vaknar sú spuming hvort ekki hefði verið
hyggilegra að bera Msk. betur saman við annars konar sagnagerð. Hann minn-
ist að vísu lauslega á þetta og sýnir að bygging Msk. á sér margt sameiginlegt
með Þiðreks sögu af Bem og jafnvel öðmm frásögnum af fomkonungum, en
þær sagnir hafa aldrei verið taldar til sama flokks sagnarita og Msk. Eg fæ því
ekki betur séð en að hann hafi látið hina gömlu textafræði villa um fyrir sér;
einmitt könnun hans á margþættum vef Msk. og tengslum hans við byggingu
miðaldaverka, einkum rómönsunnar, hið svokallaða interlace, eða knipplun
frásagnarinnar, sýnir að hann er að fást við texta sem ekki er unnt að fella
undir ok rökfræði og raunhyggju 19. og 20. aldar.
Textafræði 19. og 20. aldar á reyndar helst samleið með þeirri bókmennta-
greiningu sem kallast nýrýni. Fyrri textafræðingar, sporgöngumenn Lach-
manns og Bédiers, höfðu því miður oftast ekki fyrir því að líta út fyrir textann,
þeir gættu þess ekki að fyrir utan hann er samfélag áheyrenda og lesenda sem
ekki aðhylltist sömu hugmyndafræði. Sagnarit um konunga em síbreytilegur
texti, svo að notað sé hugtak nýju textafræðinnar, og miklu skiptir að sýna
fram á hvort þau hafi verið samin fyrir Islendinga eða Norðmenn.
Nú er það fjarri mér að hafna með öllu greindarvísindum gömlu
textafræðinnar en mér virðist að rannsókn doktorsefnis beri glögglega með sér
að bókmenntaleg greining sem reist er á kenningum miðaldamanna sjálfra sé
vænlegri til ritskýringar en gamla textafræðin. Hér við bætist að afstaða
miðaldamanna til höfundar eða höfundarverks er með nokkrum öðrum hætti
en nú á dögum. Eg er sammála doktorsefni um að einn sé höfundur að Msk.
og vísa til þess sem 13. aldar munkurinn Bonaventura sagði um bókagerð í riti
um sentensíur. Um þetta ræðir enski fræðimaðurinn Alistair Minnis í bók sem
fjallar um höfundarstarf á miðöldum (1988:94). Doktorsefni nefnir þetta verk
í ritaskrá en ég fæ ekki séð hann hafi notað það í rannsóknum sínum.
Bonaventura greinir svo frá ritstörfum:
... bók er sett saman með femum hætti. Sá sem skrifar efni annarra,
bætir engu við eða breytir, er eingöngu skrifari, scriptor. Sá sem skrifar
efni annarra, bætir við en engu frá eigin brjósti, verður að kallast