Gripla - 01.01.2003, Page 297
ANDMÆLARÆÐUR
295
safnandi, compilator. Sá sem bæði skrifar efni annarra manna og eigið
efni í viðbót og aðalefnið er eftir aðra menn en eigið efni er til að skýra
verður að kallast ritstjóri, commentator, en ekki höfundur, auctor. Sá
sem skrifar bæði eigin efni og annarra en eigið efni er aðalefnið og
annarra efni er bætt við í því skyni að staðfesta eigið efni, verður að
kallast höfundur, auctor (sbr. Sverrir Tómasson 2002:204).
Af þessu má sjá að menn á 13. öld gerðu sér grein fyrir hlutverki bókagerðar-
manna, hvort sem var við skriftir, ritstjóm, endur- eða frumsamningu. Og
samkvæmt skýrgreiningu Bonaventura verður að kalla þann sem setti saman
Msk. auctor. Yfir þetta hugtak eigum við ekki annað orð en höfundur.
Augljóst er af Msk., handritinu, að það er ekki frumrit þess sem samdi.
Það gæti þó verið seinni útgáfa sama höfundar. Fyrri útgáfan, eða næsta forrit
gæti verið um 20-30 árum eldra. Doktorsefni virðist fyrst velkjast nokkuð í
vafa um hvað ritið er gamalt, því að hann segir (45):
Vitaskuld er hægt að fjalla um Morkinskinnu án þess að hafa skoðun á
tilurð textans og aldri. Sá sem fjallar um hana sem heilsteypt höfundar-
verk gerir þó ráð fyrir öðm hvoru: að Morkinskinna hafi verið til nokk-
um veginn eins og hún er nú árið 1220, eða að til hafi verið Fmm-
Morkinskinna sem hafi verið gjörólík hinni varðveittu: Þá er réttara að
líta svo á að Morkinskinna í núverandi mynd sé að hluta höfundarverk
þess (eða þeirra) sem skaut inn þáttum og öðm efni milli 1220 og 1280
og megi jafnvel teljast verk frá síðari hluta 13. aldar. Sá sem vill leggja
mikið til málanna um Morkinskinnu verður að gera grein fyrir því
hvoru sjónarmiðinu er fylgt. Til þess þarf að vega og meta þær for-
sendur sem umræðan um uppruna Morkinskinnu hefur byggst á.
Af þessum orðum er sýnilegt að doktorsefni veit að ritunartíma Msk. mætti
skorða niður á tvennan hátt. Hann rekur síðan nokkrar skoðanir fræðimanna
um innskot og klykkir síðan út (54):
Flest bendir til þess að Frum-Morkinskinna hafi verið til um 1220 og
hafi verið heimild Fagurskinnu og Heimskringlu. Málfar hennar er
fomlegt og þegar við bætast tengslin við Fagurskinnu og Heimskringlu
má teljast býsna líklegt að Morkinskinna sé orðin til um 1220. Engin
ástæða er því til að kalla hana verk frá síðari hluta 13. aldar eins og