Gripla - 01.01.2003, Page 301
ANDMÆLARÆÐUR
299
til þess að hann hefði fengið eyjuna Fólksn (nú Fosen) að léni um leið og hann
þáði jarlstignina. Aðrir fræðimennn en Guðbrandur höfðu talið að með orðinu
fólgsn væri átt við að lends manns tign Snorra hefði átt að fara leynt, enda
væri orðið skylt orðinu fylgsni. Nils Hallan tengdi þessa frásögn við Hreiðars
þátt heimska þar sem segir svo frá viðskiptum Magnús góða og Hreiðars í lok
þáttarins. Magnús segir við Hreiðar:
„Hér er hólmr einn fyrir Nóregi, sá er ek vil þér gefa. Hann er með
góðum grgsum ok er þat gott land þó at eigi sé mikit.“ Hreiðarr mælti:
„Þar skal eg samtengja með Nóreg og ísland" (Morkinskinna:\36).
Fyrir nokkrum árum endurvakti Hermann Pálsson þessa kenningu og færði
enn frekari líkur að því að með þessari frásögn væri sneitt að viðskiptum
Snorra við þá Hákon gamla og Skúla jarl. Síðari utanför Snorra Sturlusonar
var 1237-1239.
Þessar tvær frásagnir vega kannski ekki þungt á vogarskál þeirra sem
aðeins hugsa um sannleg dæmi, jafnvel áþreifanleg dæmi, þegar meta skal
ritunartíma verks, en þær eru, að minni hyggju, ásamt öðru efni sterk vís-
bending um að Msk. geti naumast verið skrifuð fyrr en Snorri er kominn heim
í Reykholt úr síðari Noregsför sinni. Hér við bætast önnur atriði. Doktorsefni
telur að Tristrams saga hafi verið þýdd 1226 og vísar þar til greinar sem ég
skrifaði fyrir 25 árum og gætu ófróðir haldið af tilvísun hans að ég hefði stutt
þar umrædda tímasetningu. En þeir sem gaumgæfilega hafa lesið þessa grein
geta séð, að það er síður en svo að ég haldi því fram: ártalið 1226 er einstætt,
það kemur aðeins fyrir í fortitli handrits af Tristrams sögu frá 17. öld. Artöl
koma annars ekki fyrir í titlum (for- og baktitlum) eða fyrirsögnum í handrit-
um íslenskra bókmennta á miðöldum, en eru algeng á 17. öld. Eg bar þó ekki
brigður á að Tristrams sögu hefði fyrst verið snúið á ríkisstjórnarárum Há-
konar gamla, en taldi líklegast að það hefði varla verið fyrr en um miðja
öldina þegar Hákon gamli settist loks á friðarstól og hafði um sig borðfasta
hirð, en einmitt á þeim tíma taka norrænir menn að þýða riddarabókmenntir
m.a. að frumkvæði Hákonar unga, sonar Hákonar gamla. Msk. sýnir og
ákveðin tengsl við hæverska siði sem fara að tíðkast um og eftir miðja 13. öld.
Hér ber því allt að sama brunni: textatengsl (intertextuality), skírskotun til
siðvenja sem og textafræðileg rök benda öll til þess að Msk. sé sett saman um
og eftir miðja 13. öld, á þeim tíma þegar utanfarir íslenskra sveitadrengja á
fund Noregskonunga eru hvað tíðastar. Ég sé því ekki betur en tímasetning AJ