Gripla - 01.01.2003, Page 305
ANDMÆLARÆÐUR
303
hans, gengur Hreiðar hringinn í kringum hann og tautar: „Allvel, allvel“
(Morkinskinna 1932:128) en finnur þó aðspurður eitt lýti á Magnúsi sem
fæstir hafa tekið eftir; að annað auga hans situr neðar en hitt. Konungur biðst
síðan leyfis til að skoða Hreiðar, og geldur líku líkt. Frásögnin er túlkuð svo
að í henni birtist aðalpersónur Morkinskinnu, konungur og Islendingur, og hún
sé táknmynd af hlutverki þáttar í sögunni: Líkt og Hreiðar hringsóli um
Magnús konung séu þættir nýttir til að skoða konunginn í krók og kima, til að
greina á honum kost og löst. Hringurinn sé eitt af formgerðareinkennum
Morkinskinnu og „sögur Islendinga og hirðmanna“ hringur um konungshug-
takið (Armann Jakobsson 2002:88)‘. Hið endurtekna hringsól í Hreiðars þætti
sýni hins vegar að í sögunni sé einnig farið hringinn í kringum íslendinga.
Sé röksemdafærsla doktorsefnisins um þætti og hlutverk þeirra innan
Morkinskinnu sannfærandi, gildir það og um meginhugmyndimar sem hann
setur fram um formgerð sögunnar allrar. Hið sama er hins vegar ekki alltaf að
segja um útfærslu einstakra atriða auk þess sem velta má vöngum yfir hvort
stundum rekist ekki hvert á annars hom, bókmenntagreiningin og viðhorf
textafræði (í þröngum skilningi) — og reyndar einnig sagnfræði — sem reynt
er að samþætta í ritgerðinni. Til að skýra það nánar má líta á umfjöllunina um
nykraða formgerð Morkinskinnu sem ég vék að áðan.
Hugmyndir sínar í því efni þróar doktorsefnið einkum út frá vangaveltum
Davíðs Erlingssonar um nykrað. Á síðasta áratug vakti Davíð (1998) athygli á
að sennilega væri ekki eftirsóknarvert að menn tileinkuðu sér afstöðu Snorra
Eddu og Málskrúðsfræði Olafs hvítaskálds til þeirra aðferða sem kallaðar em
nýgervingar og nykrað/fínngálknað. I hvomtveggja ritinu eru nýgervingar
taldar sérstök prýði á skáldskap en segja má með nokkurri einföldun að þær
séu fólgnar í því að sömu líkingu sé haldið, t.d. frá upphafi vísu til loka.2 Sé
ort nykrað eða fmngálknað er aftur á móti teflt saman sundurleitum líkingum
og það telja hin fomu rit löst á skáldskaparmáli. Davíð benti hins vegar á að
sennilega breyttist viðhorf lesandans fremur ef vel tækist til að láta gagnólíkar
myndir rekast harkalega á fyrir sjónum hans en ef sama myndin væri sífáguð,
víkkuð út eða dýpkuð. Að auki útlagði hann heitið nykrað/finngálknað; rakti
tengsl þess við furðuskepnur sem manneskjan hefur óttast að bæm hana úr
1 Héðan í frá verður vísað til þessa rits með blaðsíðutali einu í meginmáli.
„Þá þykja nýgjörvingar vel kveðnar ef það mál er upp er tekið haldi of alla vísulengd", segir
í Snorra Eddu (1996, 209) Dæmi sem tekin eru sýna að þar tekur orðið „nýgjörvingar" til
myndhverfra kenninga þegar mynd fyrstu kenningar er þróuð áfram í þeim sem eftir fylgja.