Gripla - 01.01.2003, Page 320
318
GRIPLA
Morkinskinna sé samin nálægt 1220 enda eru fyrir því frekari rök sem ein sér
duga þó skammt (sjá Staö í nýjum heimi, bls. 24-26).
Andmælandi tekur upp langa tilvitnun úr bók minni, bls. 54, en telur mig
ekki taka nógu vel fram að ,,[e]ngin leið [sé] nú að vita hvemig það forrit
hefur verið og engan veginn er víst að handritið Msk. sé réttur afkomandi
þess“. Andmælandi fellir hins vegar niður úr beinni tilvitnun sinni þessi orð
sem ég tilfæri í staðinn sjálfur: „Hvað er þá til ráða? Ekki gengur að taka enga
afstöðu til aldurs textans. Það liggur í hlutarins eðli að það verður aldrei
sannað að allt efni í hinni varðveittu gerð textans hafi verið í Morkinskinnu frá
upphafi.“ Þetta tel ég vera efnislega það sama og andmælandi er að segja. Ég
bæti hins vegar þessari setningu við sem ég tel nálgast það að vera kjami
málsins: „Engar skýrar vísbendingar em hins vegar um að Morkinskinna hafi
tekið miklum breytingum.“
Af hverju tel ég þessa setningu vera kjama málsins? Vegna þess að með
henni er ég að kalla á að þeir sem héðan í frá taka undir kenningar um eldri og
yngri Morkinskinnu færi önnur og veigameiri rök fyrir því en hingað til hefur
verið gert. Þau rök verða vitaskuld að vera góð ef þau eiga að duga til að gera
ráð fyrir glataðri sögu, eldri Morkinskinnu.
Andmælandi kallar á samanburð við annars konar sagnarit en konunga-
sögur. Ég er sammála honum um að sá samanburður gæti verið fróðlegur en
hann er þó varasamur til aldursgreiningar enda hætt við að sameiginleg ein-
kenni sagnanna séu of almenn til þess að af þeim verði dregnar svo sértækar
ályktanir. Enn varasamari er hann þó til þess að álykta af honum að til hafi
verið „eldri Morkinskinna" sem nú sé glötuð, einkum og sér í lagi ef menn
trúa ekki einu sinni rökum manna eins og Bjama Aðalbjamarsonar, Jakobsens
og Bjama Einarssonar fyrir því að Morkinskinna hafi verið heimild Fagur-
skinnu og Heimskringlu.
Ég er því fremur tortrygginn á þá hugmynd andmælanda að tímasetja megi
núverandi gerð Morkinskinnu, sem handritið GKS 1009 fol er góður fulltrúi
fyrir, til 1240. Ef menn taka mark á rökum þeirra fræðimanna sem ég hef áður
nefnt sitjum við þá enn uppi með tvær Morkinskinnur, sem ég vil forðast ef
ekki eru þeim mun veigameiri rök fyrir hendi.
Ég er raunar sammála andmælanda, eins og margoft kemur fram í bók
minni, um að Morkinskinnu hafi verið ætluð íslendingum. Það merkir þó ekki
að minni hyggju að hún hafi einvörðungu verið ætluð þeim. Þvert á móti held
ég að sagan hafi verið ætluð bæði norskum og íslenskum áheyrendum og það
kunni að skýra langar upptalningar á norskum tignarmönnum í seinni hluta