Gripla - 01.01.2003, Page 327
„bændur FLUGUST Á“
Þrjár athugasemdir Jóns Ólafssonar úr Grunnavík umfornbókmenntir
Fleyg orð Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, „bændur flugust á“ fengu að öllum
líkindum fyrst vængi eftir að þau höfðu birst á prenti í doktorsriti Jóns Helga-
sonar, Jón Ólafsson frá Grunnavík árið 1926. Þar vísar Jón í bókmenntasögu
nafna síns í handritinu, KBAdd 3 fol, Apparatus ad Historiam Lit(t)erariam
Islandicam in tres partes divisus (1738), og segir um hana að sá sem noti hana
þurfi að hafa „alla gát á því, sem þar er sagt. En Jón bætir fyrir vitleysur sínar
með því, sem hann einn kann að segja frá, og myndi gera það enn framar, ef
hann væri ekki einlægt að halda aftur af sjer“ (1926:188). Það er þó ekki
einungis sá fróðleikur sem Jón Grunnvíkingur er einn um sem gefur riti hans
gildi heldur einnig athugasemdir um bókmenntir samtímans og fyrri alda.
Hann er líklega einna fyrstur til að halda fram þeirri kenningu að vísur hljóti
að hafa varðveist þannig að með flyti lausamálsfrásögn (KBAdd 3 fol, 8r):
Fomskáldanna carmina eru sem stutt breviaria yfir res gestas, til minn-
is, en þeim hafa fylgst orales commentarii sem síðan em komnar í
sögur.
Enginn hefur þó haft fyrir því að vitna til hans um þetta mál enda þótt um
efnið hafi verið skrifaðir þykkir doðrantar á þýsku og öðrum skiljanlegum
málum. Enginn hefur heldur orðið til þess að reyna að rekja hvort lærifaðir
hans, Ámi Magnússon, hafi átt einhvem hlut í skoðun hans, en eins og kunn-
ugt er, setti Ámi oft á snepla álit sitt á ýmsum fomum ritum; hann var ekki
aðeins safnari handrita eins og almenningur nú á dögum vill helst kalla hann.
Jón Ólafsson er líka e.t.v. einna fyrstur til að bendla Sturlu Þórðarson við
Grettis sögu því að hann segir: „so þykjast sumir þekkja skáldskap Sturlu
Þórðarsonar á vísunum í Grettis sögu, og meina hann því auctorem heilu
sögunnar“ (KBAdd 3 fol, 8r).
Jón Ólafsson lagði aldrei fyrir sig rannsóknir á Islendinga sögum en við
eigum honum að þakka efnið í fyrri hluta Heiðarvíga sögu. Og lýsingin á inn-
taki Islendinga sagna sem hann felur í einni málsgrein er fyrirboði þeirrar
greiningar bókmennta á 20. öld sem stundum hefur verið kölluð formgerðar-
stefna; það að geta dregið saman frásögn í örfáar hnitmiðaðar setningar, þar
sem gerendur em alltaf innan seilingar. En eftir svo markvissa lýsingu á Is-