Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 6

Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 6
Formáli 34. Kirkjuþing hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 13. nóvember 2002 kl. 11.00, þar sem sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, predikaði. Kirkjuþing var síðan sett í Safnaðarheimili Grensáskirkju kl 14 með ávarpi Karls Sigurbjömssonar, biskups íslands og Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra. Mikil breyting hafði orðið á skipan Kirkjuþings í kosningunum fyrr á árinu þar sem nær helmingur eða 10 fulltrúar höfðu ekki átt þar sæti áður og sex hinna nýju fúlltrúa vom konur. Það kom fram í kosningum á þinginu þar sem kona var kosin annar varaforseti þingsins, formaður allsherjamefndar þess og tvær konur í Kirkjuráð. Er það í samræmi við hinn mikla hlut kvenna bæði í föstum störfum innan kirkjunnar og við sjálfboðaliðastörf í sóknamefhdum, kómm og á öðmm vettvangi. Það er afar mikilvægt að skipa þannig málum innan kirkjunnar að öllum, sem hafa áhuga, vilja og getu til starfa þar af mikilli óeigingimi, verði sköpuð skilyrði til þess og boðnir velkomnir. Það hlýtur að verða ofarlega í huga við þá miklu vinnu, sem nú er framundan á næstu mánuðum við stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna. Em allir hvattir til að fylgjast vel með því starfí og veita því þann stuðning, sem þeir geta með góðum ráðum og ábendingum. Það sama gildir um undirþætti heildarstefnumótunarinnar, sem einnig var samþykkt að hefja undirbúning að, þ.e. öldmnarmál og málefni kirkju og skóla. Þau verkefni byggja að sjálfsögðu bæði á gömlum gmnni, en vegna mikilla breytinga á aðstæðum á flestum sviðum samfélagsins, sem hafa verið að gerast með hverju ári sem líður, er nauðsynlegt að endurskoða ýmsa þætti þeirra. Það hlýtur að vera athyglisvert fyrir okkur að kynnast því, sem er að gerast á þessum vettvangi hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar hefur ríkisstjómin komið fram með tillögu um að ríkið leggi fram fjármagn til að kirkjan geti boðið öllum bömum, sem hljóta skím, trúfræðslu í 315 tíma fram að 18 ára aldri. Fyrsta skrefið hefur þegar verið ákveðið, en það er fjárveiting til þjálfunar leiðbeinenda og gerð kennsluefnis, þar sem efnið verður sett ffam á sem aðgengilegastan hátt og sniðið að bestu fáanlegri kennslutækni. Þetta gerir norska ríkisvaldið vegna þeirrar sannfæringar, að þetta sé árangursríkasta úrræðið til að hamla á móti því öryggisleysi einstaklinganna, sem markaðshyggja nútímans með sínum mörgu fylgifiskum hefur orðið svo mörgum að fótaskorti. Þetta viðhorf nágranna okkar ætti að verða Kirkjuráði hvatning og styrkur, þegar það fer að vinna að framkvæmd ályktunar Kirkjuþings um að endurheimta það sem ríkið hefur ákveðið að halda eftir af umsaminni innheimtu á sóknargjöldum og verja til annarra útgjalda. Þessi skerðing er nú m.a. að bitna á þjónustu kirkjunnar við aldraða, sem heilbrigðisstofnanir telja ómetanlega fyrir samfélagið og þá einstaklinga, sem hennar hafa verið að njóta í vaxandi mæli. 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.