Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 9

Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 9
Ég vil leggja höfuðáherslu á hlutverk prófastsdæmanna í þessu sambandi. Ég legg til að hvert prófastsdæmi, eða tvö eða fleiri í samstarfi, kalli sérstaklega ungt fólk saman til að leggja stefnumótun lið og hafa áhrif. Brýnt er að örva ungt fólk til þátttöku í kirkjustarfi, þátttöku í sóknamefndum og öðrum trúnaðarstörfum á vegum sóknanna. Með þátttöku eflist unga fólkið til áhrifa. Og það hefur miklu að miðla. Við þurfum á ferskum hugmyndum að halda og nýrri nálgun, innsæi og ferskleika hinna ungu á svo mörgum sviðum kirkjunnar. Það verður eitt meginverkefni innan stefnumótunar kirkjunnar að styrkja hina ungu. Þökk sé því unga fólki sem leggur lífí og starfi kirkjunnar lið, og öllu því fólki sem vinnur með hinum ungu á vettvangi kirkjunnar. Bama og unglingastarf er forgangsverkefni kirkjunnar sem og að ná til ungs fólks, ungra foreldra og þess fólks sem er að hasla sér völl á vettvangi dagsins. Allt starf kirkjunnar, guðsþjónusta, boðun, fræðsla og þjónusta þarf að miða að því að laða það til þátttöku í lífi kirkjunnar og mæta andlegum þörfum þess. Þjóðarpúlsinn Enn leiðir þjóðarpúls Gallups í ljós að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Sextíu og átta af hundraði svara þeirri spumingu játandi. Enda þótt enn einu sinni sé spurt án þess að þess sé getið hvað það hefði í för með sér þá verðum við að hlusta á þessi æðaslög samtíðarinnar og spyrja: Hvað merkir þetta? Hvað vill þjóðin með þessu svari? Víst er að einfalt jáyrði svarar ekki því hvað fólk hugsar sér að við taki eftir að síðustu bönd ríkis og kirkju em rofm. Mikilvægt er fýrir kirkjuna að leita svara við því og leggja mat á stöðu kristni og kirkju í menningu og samfélagi. Við sjáum blómstrandi kirkjustarf um land allt, blómlegra en nokkm sinni. Við sjáum og skynjum mikið traust og væntingar sem þjóðin ber til Þjóðkirkjunnar og þjónustu hennar. Prestar og sóknamefndarmenn um land allt tala um að merkja megi viðhorfsbreytingu til kirkjunnar, sem birtist í aukinni þátttöku í starfi, ekki síst af hálfu yngra fólks og ungra foreldra. Það er gleðilegt að sjá og heyra. Af þessu má ráða að þorri almennings svarar spumingu Gallups með velferð kirkjunnar í huga. Enn gegnir trú og trúðariðkun mikilvægu hlutverki í lífi íslendinga, sem og þjóðanna í kringum okkur. I iðuköstum tímanna er mikilvægt að stjómmálamenn og skoðanamótendur viðurkenni mikilvægi trúar og siðar í sjálfsmynd samfélagsins og menningu. Ríki og kirkja Hér vantar í raun ekki mikið upp á að ríki og kirkja séu aðskilin. Nefna má það skilnað að borði og sæng. Mér sýnist sem kirkjan þurfi meðvitað að búa sig undir að til lögskilnaðar komi. En meginspumingin er: A hvaða forsendum? Stjómarskrárákvæðið um Þjóðkirkjuna hefur verið áminning um kristnar rætur íslenskrar menningar og samfélags. Þjóðin má ekki gleyma þeim rótum jafnvel þótt breyting yrði enn á lögformlegri stöðu Þjóðkirkjunnar. Við, kirkjunnar fólk, megum ekki gleyma okkur í spumingum og viðfangsefnum sem varða kerfið og hinn ytri umbúnað. Það er annað sem á okkur brennur umfram allt. Það er hlutur fagnaðarerindisins og erindi þess við heiminn í þágu lífsins. Þegar minnst er á jafnræði trúfélaga í þessu sambandi vil ég minna á að Þjóðkirkjan situr ekki í skjóli forréttinda. Ríkið innheimtir sóknargjöld fýrir hönd allra skráðra trúfélaga í landinum jafnt. Ekki má heldur gleymast að Þjóðkirkjan ber miklar almannaskyldur umfram önnur trúfélög í landinu, og skyldur vegna stærðar sinnar, sögu og hefðar. Fjárgreiðslur um ríkissjóð til prestslauna og sjóða Þjóðkirkjunnar em samningsbundnar greiðslur vegna kirkjujarða sem ríkið hefur yfirtekið. Enn standa viðræður yfír varðandi prestsetrin þar með talinn Þingvöll. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.