Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 12

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 12
kærleikur hans hefur ummyndað allt. Orð og boðun kirkjunnar er að varpa Ijósi orðins á líf okkar og veruleika hér og nú, að það komi mér við og vísi mér leið eins og segir í útgöngubæninni: "....og þar með minnt mig áhveiju ég á að trúa, hvemig ég á að breyta og hvers ég má vona." - í dagsins önn og yndi. Þjóðkirkjunni er nauðsyn að gefa náinn gaum að boðun sinni, fræðslu og prédikun. Nauðsynlegt er að efla menntun vígðra þjóna kirkjunnar, guðfræði og trúarlíf og styrkja faglega stöðu þeirra. Um þriggja ára skeið hefur verið í gildi samningur milli Kirkjuráðs og guðfræðideildar Háskólans um nám í liturgiskum fræðum og inn í það fléttast starfsþjálfun prestsefna. Það hefur verið mikilvægt fyrir báða aðila. Þjóðkirkjunni er í mun að guðffæðideild Háskóla íslands standi við hlutverk sitt og þaðan komi vel menntaðir og góðir prestar, djáknar og guðfræðingar til starfa á vettvangi kirkju og þjóðlífs. Með svokölluðu samfylgdarmódeli í starfsþjálfun prestsefha er brotið í blað hvað varðar menntun og undirbúning til þjónustu í kirkjunni. Þjálfunin hefst þegar neminn er kominn vel af stað í námi og stefnir í að ljúka kandidatsprófi. Þar er leitast við að búa prestsefnin bemr undir starfíð ekki síst hvað varðar tengsl við kirkjulífið. Gaumur er gefínn að hinum mannlega þætti starfsins, mikilvægi samskipta og að samþættingu boðunar, trúar, fræðanna og hins daglega veruleika í sókn og samfélagi. Handleiðsla í starfí er hluti hins sama, ekki síst að styðja þá presta sem eru að feta sín fyrstu spor í starfi. Það er gleðilegt hve margir prestar og djáknar hafa hagnýtt sér tilboð um starfshandleiðslu. Blómlegt safnaðarstarf Þjóðkirkjan er opin kirkja og gestrisin í nafni Krists. I því ljósi skulum við skoða og meta safnaðarstarf. Félagsstarf þjóðkirkjusafnaða hefur vaxið mjög og skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. En við verðum að spyrja: Hvað er hið sérstæða í því starfi - hvað er hið Krists- líka, hvert er hið kristna innihald? Við verðum að vera vakandi fyrir því að bæta og efla safnaðarstarfið og gæða það kristnu innihaldi, kristnum gildum. Stefhumótun kirkjunnar hlýtur að skoða það. Menningarstarfsemi Þjóðkirkjunnar er umtalsverð og hefur víkkað snertifleti kirkju og þjóðlífs verulega og verið ómetanlegur fanægur kristinnar boðunar og trúaruppeldis. Þökk sé þeim sem að því vinna, öflugu tónlistarstarfí, kórastarfí og listalífi. Ég vil sérstaklega nefna hið blómlega starf bamakóra kirkjunnar þar sem ómetanlegt uppeldisstarf er unnið. Þjóðkirkjan hefur skyldum að gegna við menninguna, skyldum sem við megum ekki bregðast. Kirkjusóknir hafa varið gífurlegum íjárhæðum í orgel á undanfömum áratug eða svo. Islenska þjóðkirkjan er í fremstu röð í heiminum hvað þetta varðar. Við emm stolt af því. En hvert er markmiðið? Við þurfum að gefa því gaum. Hér árétta ég mikilvægi þess að við hugum að tónlistarstefhu kirkjunnar. Nú þurfum við að beina kröftum að miðlun gmndvallaratriða trúarinnar markvissar og einarðlegar en nokkm sinni og verja til þess fjármunum. Boðunin, miðlun gildanna, uppeldi í trú og sið er forgangsverkefni, að ná ffarn með hinn kristna boðskap, og hina kristnu þjónustu i okkar fjölþætta og margslungna hversdagsheimi. í þeim efnum verðum við að fjárfesta enn meir en nokkm sinni í starfí, í þjónustu biðjandi, boðandi og þjónandi þjóðkirkju. Að ná til bamanna, unglinganna, ungra foreldra, að auka sýnileika hins kristna vitnisburðar í samtíðinni, virkari fræðslu, traustara helgihald, efldri 8

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.