Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 15

Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 15
Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra Sólveigar Pétursdóttur Biskup íslands og frú, aðrir virðulegir biskupar, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar og aðrir góðir gestir. Við upphaf Kirkjuþings vil ég bjóða nýtt Kirkjuþing velkomið til starfa. Það er ánægjulegt að sjá hér aftur kunnug andlit en einnig mörg ný andlit. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hversu margar konur eru orðnir þingfulltrúar. Mál var til komið að skipting kynjanna endurspeglaði þátttökuna í störfum innan kirkjunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum konum fýrir það hversu dygg stoð og stytta þær hafa verið, og mikil kjölfesta í safnaðarstarfinu, ávallt reiðubúnar að fóma tíma og vinnu til óeigingjamra starfa í þágu kirkjunnar. Konur á Islandi hafa í aldanna rás verið burðarás í að viðhalda trúnni og styrkja kristnina í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að konum hefur nú verið veitt brautargengi til aukinnar þátttöku í æðstu stjóm kirkjunnar á kirkjuþingi, líkt og í öðmm störfum á kirkjulegum vettvangi. Síðastliðið vor stóð jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar fýrir málþingi undir heitinu “Konur á Kirkjuþing” og vafalítið hefur sú umræða átt ríkan þátt í jafna aðild kynjanna hér. Ég hvet ykkur kirkjuþingskonur til virkrar þátttöku í störfum Kirkjuþings og vænti góðs af. Ég vil líka nota tækifærið til þess að þakka kirkjuþingsfulltrúum síðustu fjögurra ára fýrir mjög gott og árangursríkt starf við að fýlla með starfsreglum út í rammalögin um Þjóðkirkjuna ffá 1997 undir traustri forystu Jóns Helgasonar, forseta Kirkjuþings. Ég veiti því athygli að vinnubrögð og störf Kirkjuþings verða æ skilvirkari, sem sést ef til vill best á því að þrátt fýrir að skráð þingmál séu orðin meira en þrjátíu talsins, hyggst Kirkjuþingið ljúka störfum á einni viku, sem er mun skemmri tími en á undanfomum ámm. Ég vil líka láta í ljós ánægju mína með það að kirkjuþingsmenn minnist sérstaklega 150 ára afmælis bamaskólans á Eyrarbakka, en það minnir okkur á hið afar mikilvæga hlutverki kirkjunnar í menntamálum þjóðarinnar á fýrri tíð. Þegar litið er yfir málaskrána kennir margra grasa. Mörg málanna em hefðbundnar árlegar skýrslugjafir og önnur snerta lagfæringar eða endurbætur á eldri starfsreglum. Sum mál hafa verið í mótun og umræðu í langan tíma, þar sem þau hafa þurft mjög víðtæka umfjöllun innan kirkjunnar á öllum stigum hennar. í því sambandi má sérstaklega nefna starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar og endurskoðun á reglum um val á prestum. Þau mál vom einnig til umræðu á síðasta kirkjuþingi og verða nú tekin fýrir á nýjan leik. Eitt stærsta mál þessa Kirkjuþings er tillaga að stefnumótun fýrir Þjóðkirkjuna, en kirkjuráð og biskup íslands standa að flutningi tillögunnar. í kjölfar setningar þjóðkirkjulaganna 1997 og til að nota tilefnið, þegar þúsund ára kristnitöku var minnst árið 2000, einsetti Þjóðkirkjan sér að hefja mjög ítarlega endurskoðun á öllu starfi sínu, og hófst handa við undirbúning að þeirri vinnu, hvemig hún ætti að stefna inn í næstu öld. Á síðasta ári var gengið frá skipuriti fýrir biskupsstofu með skilgreiningu á verkefnunum. og hver bæri ábyrgð á þeim. Nú er ætlunin að vinna áfram að stefnumótun samkvæmt hefðbundnum aðferðum stjómunarfræðinnar og með markvissum hætti með tilliti til stöðu Þjóðkirkjunnar og hlutverks í nútímasamfélagi. Framtíðarsýnin verður skilgreind með það í huga að gera starfið markvissara og til að bæta það og efla. Stefnt er að því að virkja sem 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.