Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 21
Afgreidd mál á Kirkjuþingi 2002. Skýrsla kirkjuráðs 1. mál. Flutt af Kirkjuráði I. Störf Kirkjuráðs Kirkjuráð hefur haldið þrettán fundi ffá Kirkjuþingi 2001. Flestir fundanna voru á Biskupsstofu. Einnig fundaði Kirkjuráð á Hólum og Löngumýri, í Skálholti, í Laxdalshúsi á Akureyri, Vestmannsvatni og loks á ísafírði. í tengslum við þann fund heimsótti Kirkjuráð presta og kirkjur á Vestfjörðum. Kirkjuráð bauð prestum prófastsdæmisins og héraðsnefnd til fundar og til viðræðu um starf kirkjunnar í ísafjarðarprófastsdæmi. Forseti Kirkjuþings, Jón Helgason, hefur setið marga Kirkjuráðsfundi á tímabilinu, enda mál er varða Kirkjuþing oft á dagskrá. Formenn nefnda Kirkjuþings 2001 sátu einn fund ráðsins í september þegar málaskrá og tilhögun og skipulag þingstarfa Kirkjuþings 2002 voru rædd. Þá sátu varamenn í Kirkjuráði nokkra fundi ráðsins. Vígslubiskup í Skálholti hefur setið fundi ráðsins þegar fjallað hefur verið um málefni Skálholtsstaðar. Á fundi Kirkjuráðs hafa einnig komið fulltrúar djáknanefndar til viðræðu um málefni djákna, fulltrúi Ríkisendurskoðunar til viðræðu um ábyrgðardeild í Jöfnunarsjóði sókna, og fulltrúi Kirkjugarðasambands íslands til að kynna gjaldalíkan fyrir kirkjugarða, fulltrúar stjómar Prestssetrasjóðs komu á fund og ræddu ijárhagslega stöðu sjóðsins o. fl. Fulltrúar Kirkjuráðs fóm einnig á fund fjármálaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra og ræddu fjármál Þjóðkirkjunnar. Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum fékk lausn frá embætti frá og með 1. janúar 2001 að eigin ósk. Sr. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi vígslubiskup, hefur verið settur til að gegna embætti vígslubiskups til loka yfirstandandi árs. Dr. Hallgrímur Magnússon, kirkjuþings - og kirkjuráðsmaður, flutti til Noregs í september s.l. og hefur Jóhann E. Bjömsson varamaður hans setið fundi Kirkjuráðs í hans stað. Hallgrímur mun ekki sitja Kirkjuþing 2002. Kirkjuráð hefur veitt fé til margra verkefna úr Kristnisjóði og Jöfnunarsjóði sókna auk þess að sinna lögboðnum verkefnum sjóðanna. Nánari upplýsingar er að fmna í 2. máli Kirkjuþings 2001, Fjármálum Þjóðkirkjunnar. Úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna, Kirkjumálasjóði, Kristnisjóði og Fræðslu-, kynningar - og útgáfusjóði, fer fram í desembermánuði vegna næsta árs. Umsóknir í Jöfnunarsjóð em sendar öllum sóknamefndum og þykir því ekki þörf á að auglýsa úthlutun sérstaklega. Samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002 nr. 148/2001 vom skil á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum og framlögum til sjóða kirkjunnar skert. Kirkjuráð samþykkti svohljóðandi ályktun sem send var Alþingi og fjölmiðlum: Kirkjuráð átelur að hluti þjónustugjalda, þ.e. sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda, sem ríkið innheimtir fyrir Þjóðkirkjuna og önnur trúfélög, sé látinn renna í ríkissjóð á sama tíma og kostnaður við þjónustuna eykst. Þetta skerðir til muna fjárhagslegt sjálfræði Þjóðkirkjunnar. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.