Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 22

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 22
Greinargerð Kirkjuráðs vegna frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem varð að ffamangreindum lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002, nr. 148/2001, fylgir skýrslu þessari. Fjármálahópur Kirkjuráðs hefur unnið að ýmsum verkefnum fjárhagslegs eðlis og m.a. unnið að úrlausnum á fjárhagsvanda einstakra sókna. Hafa fulltrúar viðkomandi sókna og lánardrottna mætt á fundi hópsins í nokkrum tilvikum. Eins hafa fulltrúar kirkjulegra stofnana komið á fund hópsins. Það er mat Kirkjuráðs að störf fjármálahópsins séu mjög þýðingarmikil enda skipa hópinn sérffæðingar á sviði fjármála, sem njóta mikils trausts. Ákvarðanir Kirkjuráðs á þessu sviði eru því byggðar á traustum grunni þar sem meðferð mála sem hópurinn hefur tekið að sér er fagleg og málsmeðferð vönduð. í ljósi góðrar reynslu af störfum Qármálahópsins hefur Kirkjuráð ákveðið að skipa annan starfshóp, hliðstæðan fjármálahópnum, sem mun starfa með Kirkjuráði að ýmsum löggjafar - og starfsreglumálum. í hópnum verði formaður löggjafamefhdar Kirkjuþings, kirkjuráðsmaður og fulltrúi biskups. Þeim hópi verður m.a. falið að skoða hvemig best væri að standa að endurskoðun kirkjulöggjafar. Kirkjuráði barst beiðni allsheijamefndar Alþingis um umsögn um ffumvarp til laga um afnám gjalds á menn utan trúfélaga, 417. mál. Svar Kirkjuráðs er lagt fram með skýrslu Kirkjuráðs. Kirkjuráði barst beiðni allsheijamefndar Alþingis um umsögn um ffumvarp til laga um breyting á lögum um kirkju- og manntalsbækur (sálnaregistur) nr. 3/1945.1 frumvarpinu sem var samþykkt sem lög nr. 36/2002 er kveðið á um að íslenska þjóðkirkjan og önnur skráð trúfélög skuli greiða fýrir kirkju- og manntalsbækur sem þau færa. Akveðið var að rita dóms- og kirkjumálaráðherra erindi vegna málsmeðferðarinnar en fmmvarpið var ekki lagt ffam á Kirkjuþingi eins og Kirkjuráð taldi lögskylt að gera, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Bréf Kirkjuráðs og svarbréf dóms- og kirkjumálaráðherra fylgja skýrslunni. H. Afgreiðsla mála Kirkjuþings 2001 A síðasta Kirkjuþingi vom samþykktar ýmsar starfsreglur og hafa þær verið birtar í Stjómartíðindum lögum samkvæmt. Sumum málum var vísað til Kirkjuráðs eða biskupafundar. Skal gerð grein fýrir afgreiðslu þeirra mála: I. mál 2001. Skýrsla Kirkjuráðs Kirkjuráð hefur bmgðist við ályktun Kirkjuþings um skýrsluna eftir því sem tilefni gafst til. Skal gerð grein fyrir því hér. Kirkjuráð og forseti Kirkjuþings hafa rætt um undirbúning og meðferð þingmála í ljósi reynslunnar af störfum þingsins á fyrsta kjörtímabili í nýju lagaumhverfi. Kirkjuráð tekur undir að mikilvægt er að vanda allan undirbúning ekki síst með því að mál berist tímanlega og ný mál hafi helst hlotið umfjöllun þeirra sem það varðar sérstaklega. I því sambandi hefur Kirkjuráð hvatt til þess að héraðsfúndir verði haldnir að vori í samræmi við ályktun Kirkjuþings og hafa margir héraðsfúndir nú þegar verið færðir fram. Héraðsfundir em mikilvægur vettvangur við undirbúning og meðferð margra kirkjuþingsmála og ekki óeðlilegt að kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins kynni fyrirhuguð mál sín og leiti eftir 18

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.