Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 28

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 28
7. mál 2002. Tillaga að stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna í þessari tillögu felst að leitað er stuðnings og umboðs frá Kirkuþingi til að fara í stefnumótunarvinnu fyrir Þjóðkirkjuna í heild. Hér er um afar mikilvægt mál að ræða þar sem áherslan er lögð á að sem flestir taki þátt í mótun heildarstefnu fyrir Þjóðkirkjuna. Þetta mál var m.a. til umfjöllunar á Prestastefnu 2002. 8. mál 2002. Tillaga að starfsmannastefnu fyrir Þjóðkirkjuna Kirkjuráð flutti tillögu að starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar á Kirkjuþingi 2001. Kirkjuráð hefur endurskoðað tillöguna og flytur hana svo breytta að nýju. 9. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um Kirkjuþing nr. 729/1998 Samkvæmt tillögu nefndar sem skipuð var af Kirkjuráði á grundvelli samþykktar Kirkjuþings 2001 í 26. máli eru sett inn ný ákvæði um atkvæðisrétt við kirkjuþingskjör þegar prestur leysir annan prest af í leyfí. Er lagt til að miðað sé við að ef leyfi standi lengur en eitt ár skuli afleysingapresturinn fara með atkvæðisrétt í stað þess sem í leyfi er. Þá eru lagðar til breytingar á starfsreglunum vegna breytinga sem orðið hafa á lögum. Lagt er til að brott falli ákvæði í starfsreglunum um tilnefningu í stjóm Kirkjubyggingasjóðs, en hann hefur verið felldur brott úr lögum og er því ekki til lengur, sbr. lög nr. 35 16. apríl 2002. Hins vegar er verið að aðlaga starfsreglumar breytingum sem orðið hafa á lögum um kirkjugarða, greftmn og líkbrennslu nr. 36/1993, sbr. lög nr. 32 8. apríl 2002. í stað Skipulagsnefndar kirkjugarða og stjómar Kirkjugarðasjóðs kemur eitt fjölskipað stjómvald er nefnist Kirkjugarðaráð. Lagt er til að ákvæði um að Kirkjuþing kjósi einn fulltrúa í ráðið komi inn í starfsreglumar en brott falli tilvísanir til Skipulagsnefndar kirkjugarða og stjómar Kirkjugarðasjóðs. Þá em lagðar til aðrar breytingar á starfsreglunum sem felast í aðlögunum að breyttum starfsreglum sem orðið hafa síðan reglumar vom settar. 11. mál 2002. Þjálfun prestsefna Kirkjuráð leggur til að nýjar starfsreglur verði settar um starfsþjálfun prestsefna. Tillögumar fela í sér margvísleg nýmæli m.a. er lagt til að samfylgdarkerfið svokallaða verði tekið upp í starfsreglumar, en starfsþjálfun fer þegar fram að nokkm leyti samkvæmt því í dag. Samkvæmt því hefja nemar starfsþjálfun að loknum 60 einingum. Þá hefur nám í Guðfræðideild breyst. Aðlaga þarf starfsreglur að breyttri skipan mála. Starfsþjálfun er skipt upp í fyrri hluta og seinni hluta. Þá er lagt til að meiri stuðningur verði við presta sem em að hefja embættisferil sinn. Nú hafa 18 nemar skráð sig í nýja samfýlgdarkerfið. 12. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 733/1998 Kirkjuráð leggur til að ákvæði starfsreglnanna verði gerð skýrari um það hverjir sæki héraðsfundi af hálfu sóknamefnda og fari með atkvæðisrétt þar. Er lagt til að förmaður sóknamefndar sæki fundinn og safnaðarfulltrúi. 13. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kirkjur og safnaðarheimili nr. 822/2000 Kirkjuráð leggur til að tilvísun til laga um Kirkjubyggingasjóð falli brott úr starfsreglunum þar sem sjóðurinn er ekki til lengur eins og fyrr segir. Þá em lagðar til tæknilegar breytingar á starfsreglunum þar sem m.a. er um tvítekningar ákvæða að ræða. 24

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.