Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 31
Langamýri
Ráðinn hefur verið nýr forstöðumaður á Löngumýri, Gunnar Rögnvaldsson, sem starfaði
áður við Hólaskóla. Starfsemi á Löngumýri hefur aukist umtalsvert á árinu og gestafjöldi
einnig.
í sumar hófust framkvæmdir við nýja millibyggingu að Löngumýri þar sem elsta
skólahúsnæðið stóð en það hafði verið úrskurðað ónýtt af byggingaryfirvöldum og var rifið.
Nýbyggingin verður tæpir 200 fm. Samið var við Framkvæmdasýslu ríkisins um umsjón með
verklegum framkvæmdum. Tilboði upp á 38 millj. var tekið í verkið en ekki liggur enn fýrir
heildarkostnaður en má áætla að kostnaður verði u.þ.b. 50 millj. kr. Langamýri átti
framkvæmdasjóð rúmar 20 millj. kr. sem verður nýttur í verkefni þetta. Tækifærið var nýtt til
að breyta aðkomu gesta að staðnum en aðalinngangur verður eftirleiðis í nýja húsinu. Þá mun
öll starfsaðstaða batna umtalsvert. Verkinu miðar vel áfram og verklok eru áætluð snemma á
næsta ári.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
Fjölskylduþjónustan hefur haldið uppi venjubundinni starfsemi. Aukist hefur að prestar og
djáknar njóti handleiðslu á vegum stofnunarinnar, en Kirkjuráð hefur veitt sérstaklega fé til
þess síðustu árin. Fjárhagur stofnunarinnar er þröngur enda hefur launakostnaður aukist á
árinu eins og hjá öðrum stofnunum. Mikilvægt er að treysta fjárhagsgrundvöll stofnunarinnar
til frambúðar. Vísast að öðru leyti til skýrslu stofnunarinnar sem fýlgir skýrslu þessari.
Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar
Leikmannaskólinn hefur endurskoðað námsframboð sitt og gefíð út að nýju
kynningarbækling um starfsemina. Verkefnisstjóri sinnir daglegum rekstri skólans í
íjórðungs starfshlutfalli. Skólinn er hýstur á Biskupsstofu og nýtur þjónustu þar eins og verið
hefur. Kennsla fer fram víða um land.
Tónskóli Þjóðkirkjunnar
Stjóm og skólastjóri Tónskólans hafa unnið að stefnumótun hans og samningu námsskrár á
árinu og er hvort tveggja lagt fram á Kirkjuþingi. Starfsmannahald skólans hefur tekið
breytingum og hefur verið dregið úr því. Skal vísað til framangreindra gagna auk skýrslu
skólans um starfsemina sem einnig er lögð fram. Tónskólinn er fluttur í nýtt húsnæði á neðri
hæð Grensásskirkju. Gefur það kost á hagkvæmri samnýtingu m.a. á orgeli kirkjunnar auk
annarrar aðstöðu.
Strandarkirkja
Strandarkirkjunefnd, sem áður er getið um, hefur unnið að málefnum kirkjunnar eftir að hún
tók við stjóm hennar. I nefndinni em sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Þorlákshöfn, sr.
Ulfar Guðmundsson, prófastur Eyrarbakka og Ragnhildur Benediktsdóttur, skrifstofustjóri á
Biskupsstofu, sem er formaður nefndarinnar. Kirkjuráð hefur sett nefndinni sérstakt
erindisbréf eins og fyrr segir. Ljóst er að mikið starf er framundan við framtíðarstefnumótun
fýrir kirkjuna og landareignir hennar og skipulag allt. Vísast til skýrslu nefndarinnar fyrir
þann skamma starfstíma sem hún hefur starfað.
27