Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 34

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 34
Vinna við þýðingu Biblíunnar Kirkjuráð samþykkti að greiða áfram næstu fjögur ár til Hins íslenska Bibliufélags ígildi einna prófessorslauna til þýðingarinnar. Málefni kirkjugarða og Kirkjugarðasambands Islands Kirkjugarðasamband íslands kynnti Kirkjuráði hlutverk og helstu verkefni sín og einkum þá vinnu sem farið hefur fram við gerð gjaldalíkans. Nefnd var skipuð til að kanna rekstrargrundvöll garðanna og varð gjaldalíkanið til í þeirri vinnu. Líkanið er hugsað sem tæki til að rökstyðja fjárþörf kirkjugarðanna. Þar kemur fram að á árinu 2000 sem var viðmiðunarárið vantar kirkjugarða landsins um 60 millj. kr., eða 12% hærri heildargjöld til að sinna lögboðnum skyldum sínum. Kirkjuráð kynnir mál þetta sérstaklega með skýrslu þessari. Sala Selárdalskirkju Kirkjuráð hefur, að beiðni sóknamefndar Bíldudalssóknar, Barðastrandarprófastsdæmi, látið það álit sitt í té, að heimilt sé að selja Selárdalskirkju sem var fyrmrn sóknarkirkja, á grundvelli núgildandi starfsreglna um kirkjur og safnaðarheimili, enda séu tiltekin skilyrði uppfýllt. Verður að telja þetta fordæmi þ.e. að selja megi aflagðar kirkjur að uppfýlltum ströngum skilyrðum um afhelgun, vörslu gripa, umgengni o.fl. VI. Lokaorð í skýrslu þessari hefur einvörðungu verið stiklað á helstu viðfangsefnum Kirkjuráðs frá síðasta Kirkjuþingi. Kirkjuráð og starfsmenn þess hafa fjallað um fjöldamörg önnur mál en hér greinir. Má þar nefna margvíslega þjónustu við sóknamefndir, stofhanir og aðra kirkjulega aðila, upplýsingamiðlun af ýmsu tagi, þátttöku í ýmsum fræðslu,- samstarfs - og umbótaverkefnum og margt fleira mætti telja. Með skýrslu þessari em lögð fram ýmis fylgigögn eins og nánar greinir í meðfylgjandi lista yfir þau. Einnig er vísað til Árbókar kirkjunnar 2001, sem dreift er til þingfúlltrúa. Gert í október 2002 Kirkjuráð Að tillögu allsherjamefndar var Skýrsla Kirkjuráðs afgreidd með eftirfarandi Ályktun Fyrir Kirkjuþingi 2002 liggja mörg mál um útfærslu á stefnu Þjóðkirkjunnar á ýmsum sviðum. Má nefna ákvörðun um stefnumótun Þjóðkirkjunnar, starfsmannastefnu, nýskipan mála við úthlutun úr jöfounarsjóði sókna, stefoumótun varðandi öldmnarmál, kirkju, skóla, söngmál og tónlistarfræðslu svo eitthvað sé nefnt. Kirkjuþing fagnar framkomnum tillögum um þessi mál. Kirkjuþing metur mikils framfarir sem orðið hafa á útsendingu gagna. Fundargerðir Kirkjuráðs berast fljótt og vel og tryggja opnara samband milli þingfulltrúa og Kirkjuráðs. Gögn þingsins bámst fyrr en áður hefor verið. Kirkjuþing þakkar þessa góðu vinnu sem tryggir að gott samband sé milli þingfulltrúa og Kirkjuráðs og beinir jafoffamt þeim 30

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.