Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 71
Tillaga til þingsályktunar um að skírnir í kirkju og
fermingarfræðsla verði greiddar af viðkomandi sókn.
23. mál. Flutt af Halldóri Gunnarssyni
Kirkjuþing 2002 samþykkir að fela Kirkjuráði að leita eftir samstöðu með prestum og
sóknamefndum um að fá því ffamgengt, að greiðsla fyrir skímir í guðþjónustu og
fermingaffæðsla verði innt af hendi af viðkomandi sókn.
Að fengnum umsögnum aðila, skal Kirkjuráð láta vinna drög að starfsreglum eða
ffumvarpsdrög að lögum er kveði á um þetta, sem komi til kynningar fyrir héraðsfundi
prófastsdæma 2003 og afgreiðslu á kirkjuþingi 2003.
Greinargerð
Hér er tekið að hluta á því vandamáli, sem prestar hafa ályktað um á prestastefnum og
aðalfundum Prestafélags Islands um greiðslu aukaverka síðustu ár og gerð tillaga um að
sóknimar eigi að greiða þennan kostnað samkvæmt lögum nr. 36/1931 um embættiskostnað
sóknarpresta og aukaverk þeirra með sambærilegum hætti og reglugerð nr. 9/1994 frá dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu kvað á um, að "kirkjugörðum eða kirkjugarðasjóði bæri að greiða
kostnað vegna prestsþjónustu við útfarir, grafartöku og árlegt viðhald legstaða."
Vitað er að nokkrar sóknir hafa þegar samþykkt að greiða þennan kostnað án þess að
reglugerð eða starfsreglur hafí kveðið á um það og a.m.k. Fríkirkan í Reykjavík veitir þessa
þjónustu án greiðslna ffá einstaklingum. Viðkomandi sóknum væri þó fijálst að innheimta
þjónustugjald eða kostnaðargjald vegna fermingarfræðslu af foreldmm fermingarbama, með
tilliti til umfangs fræðslunnar. Ef margir aðilar kæmu að fermingarfræðslu, væri eðlilegt að
þeir fengju greitt í hlutfalli við þá vinnu.
Gert er ráð fyrir að þessi tillaga fari í vinnslu hjá Kirkjuráði, sem leggi síðan fyrir Kirkjuþing
2003 tillögu að starfsreglum eða frumvarp að lögum um þetta mál, hljóti það almennan
stuðning í umfjöllun.
Málinu var vísað ffá.
67