Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 74

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 74
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um meðferð kynferðisbrota nr. 739/1998 27. mál. Flutt af Kirkjuráði. 1. gr. Ákvæði 2. gr. starfsreglnanna orðist svo: Kirkjuráð útnefnir fagráð um meðferð kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur einstaklingum og þremur til vara, er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Einn ráðsmanna skal vera lögfræðingur, annar skal vera guðfræðingur og sá þriðji skal vera læknir, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur, eða hafa sambærilega menntun. Varamenn hvers ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði. Ráðsmenn skipa einn úr sínum hópi til þess að vera formaður fagráðsins. 2. gr. Við 1. lið 3. gr. bætast orðin: og ráðgjöf. 3. gr. I stað "Kirkjuráð" í 1. mgr. 4. gr. komi: Biskup. 4. gr. Akvæði 2. mgr. 5. gr. orðist svo: Æskilegt er, að talsmaður gegni ekki öðrum störfum innan kirkjunnar. 5. gr. I stað orðanna "sbr. 12. gr. laga um vemd bama og ungmenna nr. 58/1992" í lokaml. 1. mgr. 6. gr. komi: sbr. 16. og 17. gr. bamavemdarlaga nr. 80/2002. 6. gr. 1. mgr. 7. gr. orðist svo: Mæli lög ekki á annan veg er talsmanni, fagráðsmönnum og öðmm starfsmönnum Þjóðkirkjunnar skylt að gæta þagmælsku um einstök mál sem kunna að verða rekin á grundvelli starfsreglna þessara. 7. gr. 8. gr. orðist svo: Kirkjuleg yfirvöld skulu sjá til þess að sálgæsla verði veitt meintum geranda, fjölskyldu hans og þeim, sem í kirkjulegu starfí hafa verið í mikilvægu samstarfi við hann. Æskilegt er að sálgæsla þessi sé veitt af presti í heimahéraði, innan sóknar eða prófastsdæmis. 8. gr. Starfsreglur þessar sem settar em með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. nóvember 2002. 2. ml. 10. gr. reglnanna fellur brott frá sama tíma. 70

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.