Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 81

Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 81
Svör biskups við fyrirspurnum Mér er ekki kunnugt um að farið hafi verið af stað með námsskeið af þessu tagi. Nú stendur hins vegar yfir vinna á vegum ffæðslusviðs Biskupsstofu á verkefni sem fengið hefur heitið “Lífið og tilveran” og er einkum ætlað ungu fólki á aldrinum 16-20 ára, að meginstofni til sjálfsstyrking en að auki er komið inn á fíkn og vímuvamir, sorg og sorgarviðbrögð, sjálfsvíg lífsviðhorf, siðfræði og samskipti fólks. Námskeiðsefni er í vinnslu og er það notað á námskeiði sem haldið er í Borgarholtsskóla í Reykjavík. Þá má einnig benda á “tólf sporavinnuna”, sem færst hefur mjög í vöxt innan kirkjunnar, slíkir hópar eru víða að störfum innan sókna og þar með og með æðruleysismessum hefur komist á gleðileg og langþráð samkennd milli AA starfsins og kirkjunnar. Varðandi námsskeið til að “auðvelda prestum og djáknum greiningu” í vímuefnavandanum þá vildi ég að slíkt sé sett á dagsskrá. Að mati verkefnisstjóra yrði það þó að vera í samvinnu við fagaðila í vímuefnavömum og hefði fyrst og fremst að markmiði að hjálpa starfsfólki kirkjunnar að greina vandann. Á hinn bóginn telur hann réttara að notast við þá sérþekkingu sem nú þegar er til staðar hjá fagaðilum, en leggja frekar áherslu á “óbeinar fíkniefndavamir” innan kirkjunnar sem felast í því að temja fólki jákvæð og heilbrigð lífsviðhorf á gmnni kristinnar trúar. Slík “jákvæð” vímuvamarstefna hefur einnig færst í vöxt meðal þeirra sem koma að þessum málum. 2. Handbók - endurskoðuð Hlutverk helgisiðanefndar er annarsvegar að vera ráðgefandi nefnd en hinsvegar að safna nýju efni og viðbrögðum presta og annarra við því sem er í Handbókinni og gerist utan hennar. Nefnd til endurskoðunar Handbókarinnar er ekki til, - þess vegna stendur ekki yfír skipulögð endurskoðun. Ég tel að almenn sátt sé um Handbókina í kirkjunni. Fyrri textaröð var endurskoðuð fyrir nokkmm ámm. Á verkefnaskrá helgisiðanefndar nú er endurskoðun annarrar textaraðar. Þeirri vinnu er að ljúka. Væntanlega verður hún kynnt um næstu mánaðarmót. Helgisiðaneíhd gerði á sínum tíma tillögu að breytngu á skímarritualinu, en þeirri tillögu hefur ekki verið fylgt eftir. Helgisiðanefnd hefur saíhað upplýsingum um nýmæli í guðsþjónustuhaldi eins og því sem getið er um. í flestum tilvikum er þar fylgt handbókinni en breytt um söngva. I nokkmm tilvikum hefur einnig verið gerð tillaga að breyttu rituali, eins og notkun smumingar. Helgisiðanefnd hefur hvatt til þess að það mál væri sérstaklega athugað, vegna þess að helgisiðir og ritual hljóta alltaf að endurspegla guðfræði og kenningu kirkjunnar. Þegar nýjungar koma fram í starfí einstakra safnaða þarf að gmndvalla þær á sameiginlegri kenningu. Nýjungar og tiltaunir séu yfírleitt til hliðar við hina almennu guðsþjónustu safnaðarins. Helgisiðanefnd hefur átt fund með útfararstjómm vegna breyttra áherslna í útfararsiðum. Á þessu máli þarf að taka með fastari hætti svo að sérstaða kristninnnar geti fengið að haldast í þeim fjölbreytileika trúarbragða og siða sem nú gætir í vaxandi mæli í landinu. Hið sama gildir um sérstöðu hjúskaparstofnunar á kristnum gmnni. Kirkjan hlýtur að standa vörð um þau í því rituali sem hún hefur til leiðbeiningar um framkvæmd athafnarinnar. Ég legg áherslu á að Handbókin er leiðbeinandi fyrir kirkjuna en sú leiðbeining er afar miklilvæg. Handbókin er líka einingarband kirkjunnar. I henni er sameiginleg reynsla hinnar almennu kirkju. Ég hvet presta og söfnuði til að hota hana. Ábending kom fram hjá séra 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.