Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 85
og iðkun sem bendir til æðri gilda, leggur orð á varir og athöfn, sem tengir fólk í samhengi
þess sem æðra er og mölur og ryð fá ei grandað né dauðinn sigrað. Biðjandi og boðandi og
þjónandi kirkja er að starfi vegna þess að frelsarinn Kristur er á ferð og mælir sér mót við
mannanna böm.
Og að hveiju leitar hann? Hann leitar að trú, að trú sem starfar í kærleika. Að trú sem elskar
Guð og náungann, biður, vonar og elskar - þess leitar Kristur. Mun mannssonurinn fmna
trúna á jörðu þegar hann kemur? spurði hann eitt sinn. Það er sársauki og undmn í þeirri
spumingu. Við skulum vera jákvætt svar við þeirri spum. Og við skulum leitast við að vera
þar sem Kristur mælir sé mót við okkur í bæninni, í orðinu helga, við altarið, í þjónustunni
við þau sem hann kallar sín minnstu systkin, í trúnni og voninni og kærleikanum.
Því að nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt. En þeirra er kærleikurinn mestur.
81