Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 85

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 85
og iðkun sem bendir til æðri gilda, leggur orð á varir og athöfn, sem tengir fólk í samhengi þess sem æðra er og mölur og ryð fá ei grandað né dauðinn sigrað. Biðjandi og boðandi og þjónandi kirkja er að starfi vegna þess að frelsarinn Kristur er á ferð og mælir sér mót við mannanna böm. Og að hveiju leitar hann? Hann leitar að trú, að trú sem starfar í kærleika. Að trú sem elskar Guð og náungann, biður, vonar og elskar - þess leitar Kristur. Mun mannssonurinn fmna trúna á jörðu þegar hann kemur? spurði hann eitt sinn. Það er sársauki og undmn í þeirri spumingu. Við skulum vera jákvætt svar við þeirri spum. Og við skulum leitast við að vera þar sem Kristur mælir sé mót við okkur í bæninni, í orðinu helga, við altarið, í þjónustunni við þau sem hann kallar sín minnstu systkin, í trúnni og voninni og kærleikanum. Því að nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt. En þeirra er kærleikurinn mestur. 81

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.