Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 86

Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 86
Lokaorð forseta kirkjuþings Ágætu þingfulltrúar og starfsfólk og gestir. Eins og á undanfómum Kirkjuþingum þá liggur að baki mikið starf þegar kemur núna að þinglokum. Það hafa verið lögð fram 33 mál og tekin til meðferðar. Nefndimar hafa lagt mikla elju og dugnað við að skoða þau. Af þessum málum ber tvímælalaust hæst málin þar sem horft er til framtíðar. Það er ánægjulegt að við undirbúning þingsins skuli Kirkjuráði og Biskupsstofu hafa verið kleift að leggja mikla vinnu í undirbúning þeirra og gefa nýju Kirkjuþingi, þar sem helmingur fulltrúa er að byrja á að takast á við verkefnin, þannig gott veganesti. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa hér á Kirkjuþingi. Starfsgleði og mikill vilji til að veita framtíðarverkefiiunum góðan stuðning hefur einkennt þingstörfin og reyndar ekki aðeins það, heldur mikill áhugi á því að halda störfum áfram að þinginu loknu. Það er ómetanlegt fyrir nýtt Kirkjuráð, sem ég vil óska velfamaðar við vandasamt starf, að hafa svo öflugan bakhjarl. Um leið leggur það að sjálfsögðu okkur, sem eigum að vinna að framgangi samþykkta Kirkjuþings, þær skyldur á herðar að haga störfum þannig að við gemm það sem í okkar valdi stendur til að samstaða og samvinna náist. Sú staðreynd hlýtur líka að vera mikil hvatning að styrkur og árangursríkt starf kirkjunnar er ekki aðeins í henanr þágu heldur lífsnauðsyn fýrir þjóðfélagið þar sem þeim fjölgar sífellt sem missa fótanna vegna þess að boðskapur kirkjunnar nær ekki að verða þeim leiðarljós. Framtíðarstefnumótunin er því jafn mikilvæg fýrir kirkju og þjóðfélagið. Og þessi vinna við framtíðarstefnumótunina gefur kirkjunni líka tækifæri til að setja skýrar fram hennar mikla starf, hennar gildi í samfélaginu þannig að bæði kirkjunnar fólk og þjóðfélagið allt geri sér betur grein fýrir því hversu mikilvægt það er. Við þinglok þakka ég húsráðendum hér í Grensáskirkju fýrir framúrskarandi góðar móttökur í þessum veglegu húsakynnum. Og þá kemur að sjálfsögðu fyrst í hugann formaður sóknamefndarinnar og húsvörðurinn sem er hér og hefur verið boðinn og búinn til að taka vel á móti okkur og veita þá aðstoð sem í hans valdi stendur. Jafnframt vil ég þakka þær höfðinglegu veitingar sem við höfum notið af þeirra hálfu. Ég vil þakka varaforsetum mínum fyrir ágætt samstarf og einnig formönnum nefnda. Ég verð að viðurkenna að það er mér ofarlega í huga hvemig hægt er að halda þessu samstarfi sem best áfram. Forseta er falið að fýlgja eftir málum Kirkjuþings og þá er það mikilvægur stuðningur að geta leitað til varaforseta formanna nefndanna vita jafnframt að að baki formönnum nefndanna stendur traust lið. Ég vil þakka fulltrúum á Kirkjuþingi umburðarlyndi í minn garð og aðstoð við að koma þessu þinghaldi áfram. Og að sjálfsögðu vil ég svo sérstaklega þakka hinu ágæta starfsliði Biskupsstofu og Kirkjuráðs, sem er alltaf reiðubúið að veita okkur þjónustu og snúast í kringum okkur. Án þess yrði þinghaldið harla stirt. Svo vil ég þakka biskupi íslands samvinnuna og ítreka þakkir til fráfarandi Kirkjuráðs fyrir hið ánægjulega samstarf á liðnum ámm. Ég vil svo áma okkur öllum heilla með árangur þessa Kirkjuþings, vonast að sjálfsögðu til þess að við hittumst öll heil hér að ári en jafnffamt að við höfum sem best samband á þeim tíma sem líður þar á milli. Kirkjuþingi 2002 er slitið. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.