Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 75

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 75
75 legra boðskipta og menningarlegrar mótunar, má sjá hvar taugavísindin skarast beinlínis við hug- og félagsvísindin. Ef slík erfðafræðileg taugakerfi eru í raun sjálf mótuð og undir áhrifum af reynslu einstaklings sem félags- veru, getur aðgreining hins lífefnafræðilega þáttar frá hinum félagslega leitt af sér skakka mynd af því ferli sem á sér stað í upplifun og miðl- un mannlegra tilfinninga. Hin taugafræðilegu og lífefnafræðilegu boð- skipti sem einstaklingar túlka sem tilfinningar eru því mótuð af umhverfi, þörfum og aðstæðum einstaklinga. Skilningur á tilfinningum grundvallast þar af leiðandi í meðvitund um menningarlegt samhengi. Í þessari grein er gengið út frá því að tilfinningar eigi sér taugafræði- legan uppruna en að framsetning tilfinninga og þær sérstöku aðstæður sem leiða af sér tilfinningar séu hins vegar að miklu leyti menningarbundnar og ákvarðist af reynslu, persónuleika og samfélagslegu umhverfi einstaklings. Forsendur fyrir skilningi á tilfinningalífi annarrar persónu séu hins vegar þær að miðlun tilfinninga feli í sér einhvers konar kjarna sem sé sammann- legur, annars værum við ófær um að túlka og sýna samhygð yfir landamæri eða jafnvel milli kynslóða. Slík miðlun er að mati sálfræðingsins Keiths Oatley í sjálfu sér grundvallarhlutverk tilfinninga.24 Megintilgangur til- finninga sé að stjórna því hvert athygli lífveru beinist, í því skyni að gera hana reiðubúna til að bregðast við aðstæðum, hvort heldur neikvæðum eða jákvæðum, í þeim tilgangi að tryggja á sem bestan hátt afkomu hennar. Oatley telur því að tilfinningar gegni meginhlutverki í upplýsingaflæði, en að sú miðlun beinist inn á við, að einstaklingnum sjálfum. Barbara Rosenwein heldur því hins vegar fram að slík miðlun eigi sér ekki einungis stað innra með lífveru heldur gegni tilfinningar öðru fremur því hlutverki að greiða fyrir mannlegum samskiptum: „Tilfinningar eru hluti af mann- legum samskiptum ... og eru tjáðar í frásögnum sem eru mótaðar af félags- legu samhengi, bæði þær sem eru ímyndaðar og þær sem þróast innan hins raunverulega heims“.25 Rosenwein lítur því svo á að tilfinningar séu „félagslegar afurðir“ (social products) og þær beri að skilgreina og túlka sem slíkar.26 Tilfinningar mætti því skilgreina sem tjáningarform sem miðlar 24 Keith Oatley, „Emotions: Communications to the Self and Others“, The Emotions: Social, Cultural and Biological Dimensions, bls. 312–316. 25 Barbara H. Rosenwein, „Writing without Fear about Early Medieval Emotions“, Early Medieval Europe 10/2001, bls. 229–234, sjá bls. 231. Á ensku segir: „Emotions are part of human communication ... [and] are expressed within socially constructed narratives, both imaginary and unfolding in the real world.“ 26 Sama heimild, bls. 231. HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.