Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 80
80
þá mætti yfirfæra það á sjónræn listform eins og kvikmyndir eða leikrit).38
Þessi umbreyting textatákna í merkingarbærar tilfinningaathafnir sem les-
andi getur skilið felur í sér ákveðna hlutgervingu tilfinningatákna sögu-
persóna, þ.e. tilfinningar sögupersóna eru raungerðar í huga lesanda sem
rauntilfinningar sem hægt er að tengjast. Þessi umbreyting endurspeglar
þá tvíræðni rauntilfinninga og tjáningar þeirra sem felst í aðgreiningunni
milli hins ytra og innra. Alex Houen hefur bent á að sá misskilningur sé
viðvarandi og innbyggður í tjáningarhátt okkar að „tilfinningar séu ein-
ungis það sem þú mótar og býrð yfir innra með þér“.39 Að mati Houen
felur tjáning slíkra tilfinningar hins vegar ævinlega í sér „samsömun við
málvenjur sem eru alltaf fyrir utan“ þann sem tjáir þessar tilfinningar.40
Það eru því ákveðin grundvallartengsl milli tungumálsins sem tjáning-
arforms þess líkamlega og hugræna ástands sem viðkomandi upplifir sig í,
og bókmennta sem sviðsetningar slíkra tilfinninga.
Þessi grundvallartengsl milli málathafnar og tilfinninga eru ekki síst
mikilvæg fyrir miðaldabókmenntir sem voru gjarnan fluttar af lesanda sem
las upphátt fyrir hóp af áheyrendum. Í slíkum tilfellum miðlaði flytjandinn
þá milli textans og viðtakenda. Slík miðlun bætir við annarri vídd sem er
líkami, rödd og gjörðir þess sem les upphátt fyrir áheyrendur. Lesturinn
rýfur enn fremur þá persónubundnu nálgun sem felst í einkalestri þar sem
38 Hér er komið inn á það svið sem hugræn fræði hafa einblínt mjög á, þ.e. þau
áhrif sem bókmenntir eða textar hafa á tilfinningalíf lesandans. Umfjöllunin hér
einskorðast við þá miðlun sem á sér stað milli texta og lesanda, fremur en það
taugafræðilega ástand sem á sér stað í heila og líkama lesanda við lestur. denise
Riley heldur því hins vegar fram að tungumálið sjálft feli í sér tilfinningu og ekki sé
hægt að greina milli tungumáls sem beri tilfinningu (frá sendanda, ef svo má að orði
komast, til viðtakanda) og tungumálsins sem tilfinningar í sjálfu sér (denise Riley,
The Words of Selves: Identification, Solidarity, Irony, Stanford: Stanford University
Press, 2000). Fyrir frekari upplýsingar um hugræn fræði, sjá til að mynda Lisa
Zunshine, Why We Read Fiction: Theory of Mind and the Novel, Columbus: Ohio
State University, 2006 og Patrick Colm Hogan, Cognitive Science, Literature, and
the Arts: A Guide for Humanists, New York: Routledge, 2003. Sjá einnig gagnrýni
Brians Boyd á kenningar Zunshine í „Fiction and Theory of Mind“, Philosophy
and Literature 30/2006, bls. 590–600. Um túlkun á bókmenntatextum út frá hug-
rænum kenningum sjá til að mynda greinar Bergljótar Kristjánsdóttur: „Ég get
ekkert sagt“, „Á kálfskinnsfrakka eða Arnaldur Indriðason og bókmenntaarfleifðin“,
Skírnir haust/2010, bls. 434–454 og „„Nema í sögu/ og huga“: Um tengsl manna
og frásagna og fáein verk Gyrðis Elíassonar“, TMM 4/2011, bls. 24–30.
39 Alex Houen, „Introduction: Affecting Words“, bls. 217. Á ensku segir: „Emotions
are purely what you generate and possess inside yourself“,
40 Sama heimild, bls. 217. Á ensku segir: „Formulating such internal feeling entails
identifying with linguistic conventions that remain external to me“.
Sif RíKhaRðSdóttiR