Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 88
88 lega upphaflega verið tengt líkamsvessum fremur en lífefnafræðilegum boðskiptum. Slík meðvituð notkun birtingarmynda tilfinninga í textanum til að skapa togstreitu eða beina athyglinni að undirliggjandi togstreitu undir- strikar stöðu tilfinninga í bókmenntum sem táknmynda og leggur áherslu á hlutverk lesandans við að ráða í slík tákn. Líta má á miðaldatextann sem menningarlega afurð og miðlun tilfinninga í slíkum textum er því háð meðvitund um þær hömlur sem tíminn sem skilur að nútímalesandann og miðaldahöfundinn setur okkur. Engu að síður veita slíkir textar okkur ekki bara þýðingarmiklar upplýsingar um þann tilfinningaheim sem miðlað var í gegnum texta, heldur einnig um okkur sjálf sem viðtakendur og túlkend- ur slíkra tilfinninga. Það tilfinningalíf sem sögupersónur eiga að búa yfir verður einungis til í huga lesandans og má því segja sem svo að hann eigi sér stað í nútímanum og innan okkar eigin menningarbundna samhengis. Það er því verðugt viðfangsefni að skoða ekki bara hvernig tilfinningar eru framsettar og túlkaðar innan miðaldasamhengis, heldur einnig hvernig sú túlkun getur haft merkingu í dag.53 Nútímakenningar innan taugalíffræði geta því veitt aðferðafræðilegan grunn til að kanna samspil tilfinninga sem textatákna og þess sem á sér stað í huga lesandans við túlkun og úrvinnslu slíkra tákna. Slíkri nálgun má líkja við brú milli menningarheims miðalda og nútímalesandans, sem gerir það að verkum að þær tilfinningar sem búa í textanum sem táknróf eru túlkaðar og skynjaðar af nútímalesandanum þrátt fyrir þann aðskilnað sem er á milli þessara menningar- og mála- heima.54 53 Guðrún Nordal bendir meðal annars á að samanburður við fortíðina geti varpað ljósi á nútímann (Guðrún Nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágirnd“, Skírnir vor/2009, bls. 76–86). Hún dregur líkingar milli þess þjóðfélagsóróa sem varð í kjölfar hruns á Íslandi og þeirra atburða Sturlungaaldar þegar þjóðin skipaði sér í fylkingar og ósætti og deilur mörkuðu samfélagið. Sturlungaöldin sameinaði djúpstæð pólitísk átök og gífurlega sköpunargleði sem afhjúpar tilfinningalegt umbrot höfunda og áheyrenda þess tíma og tilraunir til að takast á við sögulegan raunveruleika. Slík gildi eiga engu síður við í dag en þá og veita okkur innsýn inn í þann menningarheim sem má segja að liggi til grundvallar okkar eigin menn- ingu. 54 Grein þessi byggir að hluta til á fyrirlestrinum „Nútímakenningar og miðaldabók- menntir: taugafræði, menning, texti“ sem haldinn var í málstofunni „Hvað eru miðaldafræði?“ á Hugvísindaþingi 9.–10. mars 2012. Sif RíKhaRðSdóttiR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.