Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 136
136
arfræðinnar gríðarmikilvægt. Hann áttaði sig á því að túlkun léki lykilhlut-
verk í skynjun. Alhazen sagði að það sem við sjáum geti ekki orðið til í
gegnum skynhrifin ein og sér heldur greinum við eiginleika hlutanna með
úrvinnslu og ályktun. Þar er skilningurinn að verki að sögn Alhazens.26
Stórt skref fram á við fólst svo í því að þýski vísindamaðurinn Johannes
Kepler sýndi fram á að það sem við sjáum er ekki myndin sem varpað er
á nethimnu augans.27 Vegna ljósbrotseiginleika augans er þar allt á hvolfi.
Kepler útskýrði hvert raunverulegt hlutverk augans væri; ljósbrotseig-
inleikar augans þjóna fyrst og fremst því hlutverki að skapa skýra mynd af
umheiminum á augnbotni. Kepler ályktaði því að sjón fælist í skynhrifum
vegna örvunar sjónbotns eftir að augasteinninn (og aðrir gagnsæir hlutar
augans) hefði brotið ljósið sem því berst og varpað því á nethimnuna.
Þegar þetta varð ljóst var beinlínis hægt að gera ráð fyrir því að myndin á
nethimnunni sneri öfugt og haga kenningasmíð út frá því.
Eitthvert merkasta framlag René descartes til sálfræði skynjunar var
áðurnefnd viðleitni hans til að brjóta niður skilin á milli skynhrifa og hug-
arstarfs í kenningu sinni um hugmyndir. descartes orðaði það svo að form
hlutanna fyndi sér leið að skynfærunum og væru þar túlkuð og meðtekin
fyrir tilverknað skynseminnar. Í þessu fólst stórt skref áfram í mótun hug-
myndarinnar um að skilningsgáfa okkar túlki hinna margræðu mynd sem
er varpað á augnbotninn. Einnig er rétt að minnast á framlag Benedikts
de Spinoza,28 sem leit svo á að hugur og líkami væru tvær birtingarmynd-
ir sama efnis. Þessi hugmynd er, ef vel er að gáð, afskaplega nútímaleg.
Nútímasálfræði gengur út frá því að starfsemi hugarins endurspegli lífeðl-
isfræðileg ferli í miðtaugakerfinu.
Í hverju felast hugmyndir um skynjun nú á dögum?
Hér skal stuttlega vikið að helstu hugmyndum í samtímakenningum um
sjónskynjun. Í fyrsta lagi má nefna hugmyndina um sértæk hugartæki sem
gera okkur mögulegt að nýta upplýsingar. Þar leikur hvert og eitt hugar-
tæki afmarkað hlutverk.29 Þessi hugmynd á sér augljósar rætur í þekking-
arfræði Kants. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að þessi tæki vinni á fyrirfram
gefinn hátt sem við höfum ekki meðvitaða stjórn á. Í þriðja lagi er gert ráð
26 Ibn Al-Haytham (Alhazen), Optics, þýð. A.I. Sabra, London: The Warburg Insti-
tute, 1978.
27 Sjá t.d. donald Hoffman, Visual Intelligence.
28 Einnig kallaður Baruch Spinoza.
29 Sjá t.d. Fodor, Modularity of Mind; Pinker, How the Mind Works.
áRni KRiStjánSSon