Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 143
143
enga reynslu af því að þarna séu nauðsynleg orsakatengsl á milli. Reynslan
kennir að seinni atburðurinn fylgir alltaf í kjölfar þess fyrri en ekkert um
nauðsynleg orsakatengsl þar á milli.
Þó misróttækar reynsluhyggjukenningar skjóti upp kollinum með
reglulegu millibili, er á þeim þessi grundvallarannmarki. Reynslan kennir
okkur ekki hugmyndir, en þær eru hins vegar nauðsynlegar til þess að
skynreynslan geti átt sér stað. Rannsóknir á ungum börnum benda ein-
dregið í þá átt.45 Kant setti hugmyndir sínar fram sem andsvar við hug-
myndum Humes. Segja má að núverandi gullöld hugfræðinnar hafi átt sér
svipað upphaf, því hún var að hluta til andsvar við atferlisstefnu fyrri hluta
20. aldar.
Innan sálfræði sjónskynjunar hefur átt sér stað næstum óslitin sig-
urganga hugmynda í ætt við hugfræði Kants. Í upphafi 20. aldar lét atferl-
isstefnan þó aftur á sér kræla og hafði vissulega áhrif í sálfræði – en hún
naut raunar lítillar hylli innan skynjunarsálfræði enda er illskiljanlegt að
samband áreitis og hegðunar geti verið grundvöllur að skýringum á skynj-
un. Robinson46 heldur því fram að reynsluhyggjan geti í raun ekki skýrt
neitt í sambandi við mannlegan skilning, nema þá helst hvernig sértækir
hlutir öðlist tilvist í hugum okkar. Ekki er ofmælt að sálfræðingar hafi
rekið upp neyðaróp á 6. áratugnum, rétt eins og Kant kveinkaði sér undan
Hume tæpum tveim öldum fyrr.
Gagnrýni hreinnar skynsemi er eitt af höfuðritum sálfræðinnar. Kant
þurfti að fást við sálfræði í glímu sinni við vísindi skilnings og þekkingar.
Hugartækin sem svo mikið ber á í samtímahugmyndum um skynjun eru
komin frá Kant. Þau eru búnaður til skilnings, rétt eins og hugmynd-
in um orsakasamband. Mörg dæmi um slíka hugsun má finna innan sál-
fræði skynjunarinnar. Hennar sér einnig æ oftar stað í öðrum greinum. Til
dæmis er vinsælt innan félagssálfræði að leita taugafræðilegra skýringa á
félagslegum fyrirbærum eins og ótta, skoðunum og tilfinningum. Reyndar
hafa uppgötvanirnar nokkuð látið á sér standa og staða þekkingar ber keim
af því að slíkir vísindamenn hafi í besta falli komist að því að við hugsum
45 Ekki er nægilegt rými til að fjalla um slíkar ransóknir hér, en gott yfirlit má finna
hjá Philip J. Kellman og Martha E. Arterberry, The Cradle of Knowledge: Development
of Perception in Infancy, Cambridge, MA: The MIT Press, 1998, og E. S. Spelke,
G. Gutheil og G. van de Walle, „The development of object perception“, Visual
Cognition: An Invitation to Cognitive Science (2. útg.), Cambridge, MA: The MIT
Press, 1995, bls. 297–330.
46 daniel N. Robinson, An Intellectual History of Psychology, Madison: The University
of Wisconsin Press, 1995.
ÞEKKINGARFRÆðI KANTS