Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 143

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 143
143 enga reynslu af því að þarna séu nauðsynleg orsakatengsl á milli. Reynslan kennir að seinni atburðurinn fylgir alltaf í kjölfar þess fyrri en ekkert um nauðsynleg orsakatengsl þar á milli. Þó misróttækar reynsluhyggjukenningar skjóti upp kollinum með reglulegu millibili, er á þeim þessi grundvallarannmarki. Reynslan kennir okkur ekki hugmyndir, en þær eru hins vegar nauðsynlegar til þess að skynreynslan geti átt sér stað. Rannsóknir á ungum börnum benda ein- dregið í þá átt.45 Kant setti hugmyndir sínar fram sem andsvar við hug- myndum Humes. Segja má að núverandi gullöld hugfræðinnar hafi átt sér svipað upphaf, því hún var að hluta til andsvar við atferlisstefnu fyrri hluta 20. aldar. Innan sálfræði sjónskynjunar hefur átt sér stað næstum óslitin sig- urganga hugmynda í ætt við hugfræði Kants. Í upphafi 20. aldar lét atferl- isstefnan þó aftur á sér kræla og hafði vissulega áhrif í sálfræði – en hún naut raunar lítillar hylli innan skynjunarsálfræði enda er illskiljanlegt að samband áreitis og hegðunar geti verið grundvöllur að skýringum á skynj- un. Robinson46 heldur því fram að reynsluhyggjan geti í raun ekki skýrt neitt í sambandi við mannlegan skilning, nema þá helst hvernig sértækir hlutir öðlist tilvist í hugum okkar. Ekki er ofmælt að sálfræðingar hafi rekið upp neyðaróp á 6. áratugnum, rétt eins og Kant kveinkaði sér undan Hume tæpum tveim öldum fyrr. Gagnrýni hreinnar skynsemi er eitt af höfuðritum sálfræðinnar. Kant þurfti að fást við sálfræði í glímu sinni við vísindi skilnings og þekkingar. Hugartækin sem svo mikið ber á í samtímahugmyndum um skynjun eru komin frá Kant. Þau eru búnaður til skilnings, rétt eins og hugmynd- in um orsakasamband. Mörg dæmi um slíka hugsun má finna innan sál- fræði skynjunarinnar. Hennar sér einnig æ oftar stað í öðrum greinum. Til dæmis er vinsælt innan félagssálfræði að leita taugafræðilegra skýringa á félagslegum fyrirbærum eins og ótta, skoðunum og tilfinningum. Reyndar hafa uppgötvanirnar nokkuð látið á sér standa og staða þekkingar ber keim af því að slíkir vísindamenn hafi í besta falli komist að því að við hugsum 45 Ekki er nægilegt rými til að fjalla um slíkar ransóknir hér, en gott yfirlit má finna hjá Philip J. Kellman og Martha E. Arterberry, The Cradle of Knowledge: Development of Perception in Infancy, Cambridge, MA: The MIT Press, 1998, og E. S. Spelke, G. Gutheil og G. van de Walle, „The development of object perception“, Visual Cognition: An Invitation to Cognitive Science (2. útg.), Cambridge, MA: The MIT Press, 1995, bls. 297–330. 46 daniel N. Robinson, An Intellectual History of Psychology, Madison: The University of Wisconsin Press, 1995. ÞEKKINGARFRÆðI KANTS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.