Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 170
170
Hvert sem vandamál rithöfundarins eða draumóramannsins kann að
vera, getur hugmynd lesanda um draum fylgt skynjun eiginlegrar reynslu
sem er á sama tíma augljós hugarsmíð. Hugsið þetta svona: Sú staðreynd
að okkur getur dreymt ljóslifandi sjónræna atburði, sannar svo ekki verður
um villst, að taugastarfsemin sem mótar reynsluheim okkar er í heilanum
og er ekki háð starfsemi augnanna milliliðalaust. Þegar ritlistarmaður stýr-
ir draumaferlinu hvíslar hann eða hún í eyra lesandans. Ef við, sem les-
endur, gefum okkur ferlinu á vald, getur okkur fundist sem við séum flutt
á ímyndaðan stað. Ímyndaði staðurinn getur jafnvel verið raunverulegur.
Með þessum flutningnum getum við einnig, eins og Coleridge gefur í
skyn, umbreyst. Formin sem við skiljum og eigum hlut í að skapa verða
nýuppgötvaðir þættir í okkur sjálfum.
Við getum verið fullviss um að þetta sé rétti fræðilegi grundvöllurinn
fyrir skáldskap vegna þess að við höfum gnótt sannana fyrir því að skynjun
og skilningur á umheiminum með augum, eyrum og öðrum skilningarvit-
um feli einnig í sér hugsmíðarferli. Jafnvel þegar við sjáum eitthvað berum
augum jafngildir það ekki því að fá innra afrit af hinum ytri umheimi.
Meginþætti þessarar kenningar má rekja til Helmholtz (1925) í þriðja
bindi hans af Physiological Optics17 og Bartletts sem skrifaði Remembering.18
Bæði skynjunin og minnið starfa með þeim hætti að varpa þekkingu okkar
út í umheiminn. Hippolite Taine (1882) túlkaði þetta svo (en ég umorða
það): Ofskynjanir eru ekki skynvillur heldur er það sjónskynjunin – sýnin
sem blasir við þegar við opnum augun – sem er hálfgerð ofskynjun en
stjórnast þó af upplýsingum frá sjónhimnunni.19
Bartlett sýndi fram á að þegar lesendur voru beðnir um að rifja upp sögu
sem þeir höfðu lesið endurtóku þeir ekki sömu orðin. Til þess þyrfti seg-
ulband eða önnur upptökutæki. Lesendurnir mundu ýmislegt: Stemningu
og smáatriði sem stungu í augu eða kjarna sögunnar. Þegar kom að því að
muna söguna notuðu þeir þessi brot ásamt samsetningu af eigin þekkingu,
eigin kenjum og menningu – eða skemum eins og Bartlett kallar það – til
að endursegja söguna eins og þeir töldu að hún hlyti að hafa verið.
17 Hermann Helmholtz, Treatise on Physiological Optics, Vol. 3: Perceptions of Vision,
ristj. og þýð. J. P. C. Southall, Washington: Optical Society of America, 1962.
18 F. C. Bartlett, Remembering: A Study in Experimental and Social Psychology, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 1932.
19 Hippolite Taine, De l’intelligence, París: Hachette, 1882.
KEith oatlEy