Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 172

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 172
172 ljóð og sögur sagðar, með frásagnarformgerð til að gera mannkyninu kleift að takast á við það sem liggur því þyngst á hjarta. Slíkir sjónleikir og sögur eru settar saman úr einingum sem við skiljum að heita má hverja fyrir sig. Hermilíkönin gefa okkur færi á að öðlast allt að því heildstæðan skilning með því að taka sjálf þátt í þessum stóru félagsformgerðum. Metafóran er einn helsti vöðvi hugsunarinnar. Eins og Lakoff og Johnson hafa haldið fram, og Crisp gerir að umræðuefni, virkar metafóran þannig að hún tekur eitthvað í líkingu við beina reynslu, eins og að ferðast um í heim- inum, og nýtir það sem æki (e. vehicle) eða upptök fyrir inntak (e. topic) eða mark (e. target) sem við skiljum ekki eins vel.23 Þannig er hægt að varpa reynslu af ferðalagi frá einum bæ til annars á það sem við skiljum lítt, nánar tiltekið, til hvers við lifum: „Lífið er ferðalag á ónuminn áfangastað.“ Til að skilja eðli metafórunnar verðum við að búa yfir reynslu sem varpa má á óljósari efni. Hjá þeim sem hafa tímunum saman forritað tölvur og hugsað um víxlverkun þátta í flóknum ferlum vekur orðið hermun stórt ský af merkingu og metafóran um skáldskap sem hermun gæti því fallið þeim í geð. Í augum annarra kann hermun aðeins að eiga við eitthvað það sem gerist í tölvum eða það sem er viðfangsefni annarra. Í slíkum tilfellum er metafóran um hermun gagnslítil. Ef sú er raunin, mæli ég með því að þið reiðið ykkur á metafóruna um drauminn, sem Coleridge, Keats og Stevenson hafa ekki einir stungið upp á, heldur sjálfur Shakespeare: Leikararnir voru, svo sem ég gat um, allir andar og hurfu í loftið líkt og rokinn eimur. Og einsog þessi glapsýn, gerð úr engu, mun gnæfur turn við ský og hnarreist höll, musteri vígt, vor mikli hnöttur sjálfur, já, öll hans dýrð hjaðna sem svipult hjóm og eftir láta hvorki ögn né eyðu fremur en sýning sú. Vér erum þelið sem draumar spinnast úr...24 23 Sjá George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago: Chicago University Press, 1980; Peter Crisp, „Conceptual metaphor and its expressions“, Cognitive Poetics in Practice, bls. 99–115. 24 William Shakespeare, „Ofviðrið“ Leikrit II, þýðandi Helgi Hálfdanarson, Reykja- vík: Heimskringla, 1957, bls. 160. KEith oatlEy
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.