Peningamál - 01.11.1999, Side 2
1
Framvinda efnahagsmála á yfirstandandi ári hefur
staðfest réttmæti ábendinga Seðlabanka Íslands í
haustskýrslu hans sem út kom í nóvember 1998. Þá
varaði bankinn við því að jafn mikill hagvöxtur og þá
hafði verið um hríð gæti ekki til lengdar farið saman
við litla verðbólgu þar sem framleiðslugeta þjóðar-
búsins væri þá þegar fullnýtt. Ósennilegt væri einnig
að þróun innflutningsverðs og gengis myndi stuðla
að minni verðbólgu á árinu 1999 eins og gerðist á
árinu 1998. Að mati bankans var það brýnasta verk-
efni hagstjórnar að koma böndum á mikinn vöxt inn-
lendrar eftirspurnar og hemja óhóflegan vöxt útlána.
Í því sambandi taldi bankinn brýnt að draga úr við-
skiptahalla með því að efla þjóðhagslegan sparnað,
einkum með því að bæta afkomu ríkis og sveitarfé-
laga. Jafnframt lýsti bankinn verulegum áhyggjum af
hugsanlegum áhrifum mikillar útlánaþenslu og hárr-
ar hlutdeildar erlends skammtímalánsfjár í fjármögn-
un hennar á traust og öryggi lánastofnana og inn-
lenda eftirspurn.
Ofþenslumerkin í þjóðarbúinu eru reyndar mun
skýrari nú en fyrir ári og verðstöðugleikanum hefur
verið raskað. Vinnumarkaður sýnir merki vaxandi
spennu og húsnæðisverð hefur hækkað umtalsvert.
Útlánaþenslan varð enn meiri á síðustu mánuðum
ársins 1998 og framan af þessu ári en hún var haustið
1998. Viðskiptahalli stefnir í að verða síst minni í ár
en í fyrra og hann er í minna mæli tengdur stóriðju-
fjárfestingu. Ársverðbólga í nóvember mældist 5%.
Að hluta á aukin verðbólga sér skýringu í ytri eða
tímabundnum þáttum, svo sem mikilli hækkun
bensínverðs á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun hús-
næðisliðar vísitölu neysluverðs, sem á einnig stóran
þátt í hækkun verðlags á þessu ári, er að hluta til af
sama toga. Húsnæðisverð hefur verið að hækka eftir
lægð í mörg ár. Auk þess mælir húsnæðisliðurinn
aðeins húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu, sem
hefur hækkað mun meira en annars staðar á landinu
að undanförnu. Mikil hækkun húsnæðisverðs á þó
ekki síst rætur að rekja til mikillar tekjuaukningar í
þjóðfélaginu, útlánaþenslu og auðveldari aðgangs
almennings að fyrirgreiðslu í gegnum hið opinbera
húsnæðislánakerfi, og að því marki er hún því tengd
almennri eftirspurnarþenslu sem hefur kynt undir
verðbólgu að undanförnu. Jafnvel þótt litið væri
framhjá hækkun bensín- og húsnæðisverðs hefur
verðbólga verið á uppleið. Hún hefði mælst u.þ.b.
3% í nóvember ef bensín og húsnæðisverð hefði
hækkað líkt og annað verðlag og Seðlabankinn spáir
að óbreyttu 4% verðbólgu á næsta ári. Það hlýtur að
vera meginverkefni hagstjórnar á næstunni að stuðla
að því að verðbólga minnki á ný.
Þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarp fyrir árið
2000 gera ráð fyrir að vöxtur innlendrar eftirspurnar
verði tiltölulega hóflegur á næsta ári og að hagvöxtur
fari niður fyrir 3%. Jafnframt er gert ráð fyrir að hag-
vöxtur næstu ár þar á eftir verði enn hægari. Gangi
þessar áætlanir eftir mun draga úr þeirri ofþenslu sem
nú einkennir þjóðarbúið. Margt bendir hins vegar til
þess að vöxtur eftirspurnar á árinu 1999 sé van-
metinn í þjóðhagsáætlun og að hagvöxtur geti orðið
meiri á næsta ári en þar er spáð. Viðskiptahalli verður
því að líkindum meiri í ár en þar er gert ráð fyrir. Það
er því verulegt áhyggjuefni að í þjóðhagsáætlun er
því spáð að viðskiptahallinn muni að óbreyttu nema
um 3% af landsframleiðslu á næstu árum. Þetta vitn-
ar um undirliggjandi halla sem ekki mun hverfa eftir
að stóriðjuframkvæmdum lýkur. Í þessu sambandi er
það einnig áhyggjuefni að viðleitni til að auka
þjóðhagslegan sparnað hefur enn ekki skilað árangri.
Full ástæða er til að taka þennan vanda alvarlega þar
sem viðskiptahallinn getur til lengdar grafið undan
stöðugleika gengis, auk þess sem vaxandi skuldir
þjóðarbúsins sem honum fylgja gera það viðkvæm-
ara fyrir áföllum.
Inngangur
Ofþensla kallar á aðhaldssama hagstjórn