Peningamál - 01.11.1999, Page 4

Peningamál - 01.11.1999, Page 4
Sérstakar ytri aðstæður skýra aðeins hluta aukinnar verðbólgu Í nóvember nam 12 mánaða hækkun vísitölu neyslu- verðs 5%. Verðbólga mæld sem 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs hafði því vaxið um tæp 4 pró- sentustig frá því í janúar. Þótt aukin verðbólga hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart á fjórða ári hagvaxtar umfram 5% kom það flestum í opna skjöldu hve skyndilega og mikið verðbólga jókst. Væntingar hafa aðlagast aukinni verðbólgu mjög skjótt. Það birtist m.a. í vaxandi mun ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa sem var 2½% í lok síðasta árs, var kominn í 4,6% í september, en hefur lækkað nokkuð síðan. Samkvæmt könnun Price Waterhouse Coopers sem gerð var fyrir Seðlabankann í septem- ber voru meðalvæntingar almennings um verðbólgu næstu 12 mánuði 5%. Margsinnis á undanförnum misserum hefur Seðlabankinn varað við því að óhóflegur vöxtur eftir- spurnar gæti raskað stöðugleika verðlags þegar fram í sækti, einkum í ljósi þess að mikill og langvarandi viðskiptahalli getur grafið undan gengisfestu. Þó var ekki búist við því að umskiptin yrðu svo skyndileg án undangenginnar lækkunar á gengi krónunnar. Því er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort þessa skyndilegu verðbólguuppsveiflu megi að hluta til eða jafnvel að verulegu leyti rekja til óvæntra breytinga á ytri að- stæðum. Ytri aðstæður eiga vissulega töluverðan hlut að máli. Sjónir beinast þar fyrst og fremst að bensín- og að nokkru leyti húsnæðisverði. Þessir tveir liðir skýra 3 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Ofþensla teflir verðstöðugleika enn í hættu Vísitala neysluverðs 1998-1999 12 mánaða % breyting og 3ja mánaða breyting á árskvarða J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D 1998 1999 0 2 4 6 8 10 -2 -4 Breytingar á árskvarða sl. 3 mán. Breytingar á árskvarða sl. 12 mán. Mynd 1 Vonir um að eftirspurn tæki að hjaðna áður en stöðugleika verðlags yrði ógnað hafa dofnað undan- farna mánuði. Í nóvember var verðbólga, mæld sem 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs, 5%, sem er mun meira en í nálægum löndum. Jafnframt eru nú horfur á að viðskiptahalli verði svipaður í ár og í fyrra. Margvísleg önnur merki ofþenslu eru til staðar. Aðeins hluta aukinnar verðbólgu má skýra með sérstökum þáttum. Ofþenslan hefur því stuðlað að aukinni verðbólgu. Viðskiptahallinn er vandamál, jafnvel þótt hann eigi rætur að rekja til einkageirans, og hefur orðið meira illkynja eftir því sem liðið hefur á uppsveifluna. Útlánaþensla hefur hjaðnað nokkuð en er enn langt fyrir ofan þau mörk sem samrýmast stöðugleika. Líklega er enn hægt að komast hjá harkalegri aðlögun. Það krefst þess hins vegar að afgangur fjárlaga verði meiri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi og að peningastefnan verði áfram aðhaldssöm. Jafnframt er brýnt að vel takist til með gerð kjarasamninga á næsta ári. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 10. nóvember 1999.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.