Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 7
krónum mælt en ella.
Á þriðja ársfjórðungi 1999 voru laun á almennum
vinnumarkaði 5,3% hærri en fyrir ári, skv. launavísi-
tölu sem Hagstofan birtir. Laun opinberra starfs-
manna og bankamanna höfðu hækkað um tæp 3%
umfram laun á almennum vinnumarkaði. Sé gengið
út frá spá Þjóðhagsstofnunar um hagvöxt og vinnu-
aflsnotkun á árinu 1999 mun framleiðni aukast um
2½% í ár. Hækkun launa á framleidda einingu yrði
skv. því u.þ.b. 2%. Að öllu jöfnu ætti slík hækkun
ekki að valda mikilli verðbólgu.
Seðlabankinn spáði minni verðbólgu á öðrum og
þriðja fjórðungi ársins en raun varð á
Í janúar síðastliðnum spáði Seðlabankinn 2,2% verð-
bólgu frá upphafi til loka árs. Um líkt leyti voru aðrir
spáaðilar að spá verðbólgu á bilinu 2,2 - 2,7% yfir
árið. Milli ára spáði bankinn 1,9% verðbólgu. Spár
annarra aðila voru á svipuðu róli, eða á bilinu 1,7 -
2,5%. Spá Seðlabankans var svo hækkuð í apríl, júlí
og nú síðast í október en þá spáði bankinn 4,6% verð-
bólgu yfir árið. Þetta eru mikil umskipti frá árunum á
undan, þegar tilhneiging var til að ofspá verðbólgu.
Spáskekkjur geta verið af tvennum toga: Annars
vegar kann líkanið sem notað er við spágerðina að
vera ófullkomið, hins vegar er mögulegt að rangar
forsendur hafi verið notaðar við spágerðina. Fyrir ári
gerði Seðlabankinn úttekt á verðbólguspám sínum.2
Tilefni hennar var að svo virtist sem kerfisbundin til-
hneiging væri til að spá of mikilli verðbólgu. Niður-
staða þessarar athugunar var að ekki hefði orðið
grundvallarbreyting á langtímasambandi launakostn-
aðar, innflutningsverðlags og neysluverðlags. Til-
hneiging til að spá of mikilli verðbólgu hafi fyrst og
fremst stafað af of svartsýnum forsendum um ytri
stærðir eins og innflutningsverð og framleiðni, auk
þess sem aðhaldssöm peningastefna hafi stuðlað að
minni verðbólgu þar sem hún leiddi til hærra gengis
en reiknað var með í spám bankans. Laun kæmu þó
hægar fram í verðlagi en áður hafði verið talið.
Á þessu ári spáði Seðlabankinn á öðrum og
þriðja fjórðungi ársins töluvert minni verðbólgu en
raun varð á. Spáskekkju annars ársfjórðungs virðist
að tæplega hálfu leyti mega rekja til rangra for-
sendna. Skiptir þar mestu máli að bensínverð á al-
þjóðamarkaði tók að hækka mjög ört í mars og apríl,
þvert á spár alþjóðastofnana. Í sumarbyrjum hafði
bensínverð hækkað u.þ.b. 50% frá því í febrúar og
síðustu vikur hefur verð á bensíni verið u.þ.b. tvöfalt
hærra en í byrjun árs. Húsnæðiskostnaður hækkaði
einnig meira en búist var við. Á þriðja ársfjórðungi
virðist sem stærri hluta skekkjunnar megi rekja til
afla sem reiknilíkan bankans nær ekki að skýra jafn-
vel þótt það sé matað á nýjustu og bestu upplýsing-
um. Bensínverð hélt reyndar áfram að hækka um-
fram væntingar á þriðja fjórðungi ársins, en megin-
ástæða þeirrar skekkju sem eftir stendur, þegar tillit
hefur verið tekið til hækkunar innflutningsverðs, er
hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar.
Seðlabankinn spáir 4% verðbólgu milli áranna 1999
og 2000
Í ársfjórðungslegri verðbólguspá Seðlabanka Íslands
sem birt var í október sl. var spáð 3,3% hækkun
vísitölu neysluverðs milli ársmeðaltala 1998 og 1999
og 4,1% hækkun milli áranna 1999 og 2000. Reiknað
var með litlum sem engum verðlagshækkunum til
loka árs 1999 vegna árstíðarsveiflu og áhrifa lægri
skattlagningar á bensín. Virðist sú spá vera að ganga
eftir því vísitala neysluverðs í nóvember var óbreytt
frá fyrri mánuði. Hækkun neysluverðs frá upphafi til
loka þessa árs yrði því samkvæmt spánni 4,6%, en
yfir árið 2000 var spáð 3,7% verðbólgu. Þessi spá var
byggð á eftirfarandi forsendum:
• Gengi krónunnar verði óbreytt frá 25. október en
þá var gengið 3,6% yfir miðgengi.
6
Laun á framleidda einingu 1996-1999
Ársmeðaltöl og breytingar frá fyrra ári
1996 1997 1998 1999
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
%
Mynd 3
2. Haustskýrsla Seðlabanka Íslands 1998.