Peningamál - 01.11.1999, Síða 9

Peningamál - 01.11.1999, Síða 9
ár haft tilhneigingu til að ofspá verðbólgu. Bilið virt- ist þó fara minnkandi á síðasta ári og var 0,4% í maí og september 1998. Nú hefur munurinn hins vegar aukist á ný og í könnun sem gerð var í september síðastliðinn bjuggust svarendur við 5% verðbólgu, samanborið við 3,6% skv. spá Seðlabankans, þ.e.a.s. 1,4% meiri verðbólgu en Seðlabankinn spáir. Á sama tíma töldu svarendur verðbólgu síðustu 12 mánaða vera 4,8%. Í reynd hækkaði vísitala neysluverðs um 4,9% þannig að gott samræmi er á milli mats svar- enda á verðbólgu síðustu tólf mánaða og raunveru- legrar þróunar. Að öllu jöfnu hafa þátttakendur í fyrri könnunum hins vegar haft tilhneigingu til að ofmeta verðbólgu. Verðbólguálag skuldabréfa mælt sem mismunur ávöxtunar óverðtryggða og verðtryggðra skuldabréfa sömu tímalengdar gefur hugmynd um verðbólgu- væntingar fjárfesta. Þann fyrirvara verður að gera að raunar þyrfti að greina mismuninn í vænta verðbólgu annars vegar og verðbólguáhættu hins vegar en þess er ekki kostur. Hvað sem því líður hefur verðbólgu- álag fjárfesta að jafnaði farið mjög nærri væntingum einstaklinga eins og þær hafa mælst í könnunum. Nýlega hefur þó komið fram vaxandi munur. Í sept- ember var verðbólguálag fjárfesta 4½% skv. þessum mælikvarða, þ.e.a.s. ½% lægra en verðbólguvænt- ingar einstaklinga en 0,9% hærra en verðbólguspá Seðlabankans. Síðan hefur verðbólguálagið lækkað nokkuð og má því ætla að munurinn hafi aukist enn frekar. Hugsanleg skýring er að fjárfestar reikni með áhrifum hækkunar gengis krónunnar síðustu mánuði og meti áhrif hinna sérstöku tímabundnu þátta verð- bólguuppsveiflunnar og væntanlegra aðhaldsaðgerða með öðrum hætti en almenningur. Hvað veldur ofþenslu? Í spá Þjóðhagsstofnunar sem fylgdi þjóðhagsáætlun í október sl. er áætlað að landsframleiðslan vaxi um 5,8% á árinu 1999 en að verulega dragi úr hagvexti á næsta ári eða í 2,7%. Gangi þessi spá eftir verður hagvöxtur þessa árs hinn mesti frá árinu 1987. Þetta er þó enn merkara fyrir þá sök að 1999 er fjórða árið í röð sem hagvöxtur mælist meiri en 5%. Á þessum fjórum árum hefur landsframleiðslan aukist um 24% sem er u.þ.b. jafnmikið og hún jókst á uppgangs- skeiðinu 1983-1987. Mikill hagvöxtur á þessu ári stafar fyrst og fremst af áframhaldandi örum vexti einkaneyslu og töluvert meiri vexti útflutnings en í fyrra, á sama tíma og dregið hefur úr vexti innflutnings. Fjárfesting stendur hins vegar nánast í stað skv. spánni og dregur því úr vexti þjóðarútgjalda. Þar sem ofþensla eftirspurnar átti drjúgan þátt í að kynda undir verðbólgu á árinu hlýtur lækningin að felast í því að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar. Til þess að gera sér grein fyrir hvort eða hve um- fangsmikilla aðgerða er þörf er nauðsynlegt að leggja mat á hvað veldur svo mikilli eftirspurn. Í stuttu máli hefur þróunin verið þessi: • Þegar horfur um ytri skilyrði bötnuðu vegna betra ástands fiskistofna, verðhækkunar sjávarafurða á erlendum mörkuðum og aukinnar fjárfestingar í 8 Verðbólguvæntingar, verðbólguálag skuldabréfa og spá SÍ Sept. 1997 Jan. 1998 Maí 1998 Sept. 1998 Jan. 1999 Maí 1999 Sept. 1999 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 % Verðbólguvæntingar Verðbólguálag verðbréfa Spá Seðlabankans Mynd 6 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Upplýsingar byggðar á verðbólguspá Seðlabankans í október 1999. Miðað við að gengi verði óbreytt frá 25. október 1999 til loka árs 2000. Verðbólgu- spá SÍ % breyt. vísi- tölu neysluverðs % breyting gengis % breyt. launa- kostn. á einingu Innflutnings- verð í erl. mynt 0 1 2 3 4 5 1999 2000 Mynd 5 % Hækkun frá upphafi til loka árs

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.