Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 10

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 10
orkufrekum iðnaði óx bjartsýni fyrirtækja og heimila sem endurskoðuðu þá áform sín um fjár- festingu og neyslu. • Þegar dró úr atvinnuleysi og efnahagshorfur glæddust batnaði samningsstaða launþegasamtaka og geta fyrirtækjanna til að standa undir auknum launakostnaði. Afleiðingin varð mikill vöxtur kaupmáttar, sem jók heimilum enn áræði í neyslu og fjárfestingaráformum, og sama gilti um fyrir- tæki sem þjóna innlendum markaði. • Á sama tíma og almenn bjartsýni um efnahags- horfur stuðlaði að aukinni lánsfjáreftirspurn jókst framboð lánsfjár. Aukið lánsfjárframboð má m.a. rekja til þess að hlutafé var aukið í ríkisviðskipta- bönkunum í aðdraganda einkavæðingar og Fjár- festingarbanki atvinnulífsins var stofnaður með sterka eiginfjárstöðu. Þessar aðstæður leiddu til vaxandi samkeppni fjármálastofnana um mark- aðshlutdeild. Almennt hefur aðgengi almennings að lánsfé einnig aukist á liðnum árum og reglur um húsnæðislán voru rýmkaðar. Viðskipti með aflakvóta hafa líklega bæði aukið eftirspurn og framboð lánsfjár. Þrátt fyrir stigvaxandi aðhald í peningamálum fóru raunvextir sem fyrirtækjum bjóðast og raunvextir húsnæðislána almennt lækk- andi. Ytri aðstæður eru óneitanlega góðar en ekki svo að jafnist á við mestu uppgangstímabil sem komið hafa í sjávarútvegi. Þótt afli hafi vaxið á liðnum árum hefur aukningin verið tiltölulega jöfn. Verðlag í erlendri mynt er nokkuð hátt en að teknu tilliti til almennra verðhækkana er það enn lægra en það varð hæst árið 1991. Hins vegar er verðlag í krónum mjög hátt enda gengi krónunnar lægra nú en þegar verðlag sjávarafurða í erlendri mynt náði hámarki árið 1991. Má því segja að góðærið í sjávarútvegi sé að ein- hverju leyti ávöxtur innlendrar gengisstefnu ekki síður en ytri aðstæðna. Á þessu ári hefur verðhækkun sjávarafurða sem átti sér stað árin 1997 og 1998 gengið nokkuð til baka eftir að hafa náð hámarki haustið 1998. Þar vegur þungt verðhrun á fiskimjöli en verð þess hafði verið óvenjulega hátt. Verðlag annarra sjávarafurða er enn hátt þótt það hafi þokast niður á við. Á síðari stigum uppsveiflunnar hefur dregið úr þeim ytri hvötum sem upphaflega hleyptu henni af stað, einkum á yfirstandandi ári. Þótt aflaheimildir þorsks haldi áfram að vaxa hefur komið til skerðing- ar í öðrum tegundum. Rækjuafli hefur verið lélegur og dregið hefur úr veiðum utan íslenskrar fiskveiði- lögsögu. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði hefur minnkað á ný. Eigi að síður heldur uppsveiflan áfram, að þessu sinni knúin áfram af innlendri eftir- spurn sem er ríflega fóðruð með erlendu lánsfjár- magni. Nánar verður vikið að þessu síðar. Samanlagður hagvöxtur síðustu fjögurra ára er nú orðinn álíka mikill og á hagvaxtarskeiðinu frá 1983 til 1987, en ef litið er til þess tíma sem ætla má að landsframleiðsla hafi verið umfram langtímafram- leiðslugetu, þ.e. árin 1987 og 1987 annars vegar og árin 1998 og 1999 hins vegar, hefur fyrra ofþenslu- skeiðið vinninginn hvað áhrærir hagvöxt og vöxt þjóðarútgjalda, sérstaklega einkaneyslu. Í kjölfar fyrra hagvaxtarskeiðsins kom langt skeið aðlögunar þar sem hagvöxtur var ýmist lítill eða neikvæður og kaupmáttur rýrnaði árum saman. Sú spurning hlýtur 9 Verðlag sjávarafurða Janúar 1990-október 1999 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 80 90 100 110 120 130 140 150 160 Vísitala Í erlendri mynt Í erl. mynt staðvirt með neysluverði í viðskiptalöndum Í krónum Mynd 7 Tafla III Þjóðhagsyfirlit Vöxtur í % nema annað sé tekið fram 1997 1998 1 1999 2 2000 2 Einkaneysla.................................. 6,0 11,0 6,0 2,5 Samneysla .................................... 3,1 3,7 3,4 2,5 Fjármunamyndun......................... 10,5 23,4 -0,1 2,1 Þjóðarútgjöld................................ 6,2 12,1 4,0 2,4 Verg landsframleiðsla .................. 5,3 5,1 5,8 2,7 Viðskiptajöfnuður, % af VLF ....... -1,4 -5,7 -4,6 -4,2 1. Bráðabirgðatölur. 2. Spá. Heimild: Þjóðhagsstofnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.