Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 20

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 20
skýri þá þróun að öllu leyti því að vaxtahækkanir Seðlabankans og viðvaranir ættu einnig að hafa haft einhver áhrif. Auk þess er hugsanlegt að vöxtur út- lána hefði hjaðnað eitthvað af sjálfsdáðum þar sem hann var orðinn það gríðarlega mikill. Eftir sem áður er vöxtur útlána síðustu mánuði enn mun meiri en til lengdar getur samrýmst stöðugleika. Þannig var árs- tíðarleiðréttur vöxtur útlána innlánsstofnana nærri 23% á ársgrundvelli frá lokum apríl til loka septem- ber. Því er mjög brýnt að áfram verði unnið að því að hemja útlánaþensluna. Í því sambandi skiptir miklu máli að ekkert verði gert til að auka útlánagetu lána- stofnana í eigu ríkisins með eiginfjáraukningu, hvort sem er með auknu hlutafé eða víkjandi lánum. Rýrnandi eiginfjárstaða er vissulega mikið áhyggju- efni en hún hefur þó þau jákvæðu hliðaráhrif við þessar aðstæður að torvelda bönkunum að þenja út efnahagsreikning sinn í sama mæli og verið hefur. Að lokum verða stjórnendur lánastofnananna sjálfra að huga rækilega að þeirri áhættu sem mikilli aukningu útlána fylgir. Vaxandi skuldsetning og eignaverðbólga gerir efna- hagsástandið viðkvæmara Útlánaþenslan hefur farið saman við vaxandi skuld- setningu heimila og fyrirtækja. Þannig er áætlað að skuldir heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur verði 144% á þessu ári en þetta hlutfall var 130% í upphafi uppsveifluskeiðsins í árslok 1995. Skuldir atvinnu- veganna við lánakerfið hafa einnig farið vaxandi á síðustu árum. Þær námu 73% af landsframleiðslu árið 1995 en verða líklega um 95% af landsfram- leiðslu 1999. Á móti kemur að hreinar skuldir hins opinbera hafa farið lækkandi í hlutfalli við lands- framleiðslu frá og með árinu 1996. Aukin skuldsetn- ing einkageirans hefur þó vegið þyngra og því hefur hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins aukist í hlut- falli við landsframleiðslu, bæði á árinu 1998 og 1999, og horfur eru á að sú þróun haldi áfram á næsta ári. Útlánaþenslan og sú aukna skuldsetning heimila og fyrirtækja sem henni hefur fylgt hafa örvað neyslu og fjárfestingu í uppsveiflunni en um leið gerir hún heimili og fyrirtæki viðkvæmari fyrir tekjusveiflum. Það gæti leitt til þess að niðursveifla í þjóðarbú- skapnum hafi meiri áhrif til lækkunar neyslu og fjár- festingar en áður þar sem aukin greiðslubyrði lána þrengir meir að öðrum útgjöldum er tekjur lækka. Útlánaþenslan hefur ýtt undir hækkun fasteigna- verðs að undanförnu. Um leið magnar hækkun fasteignaverðs eftirspurnarþensluna. Það gerist með tvennum hætti. Í fyrsta lagi örvar hærra fasteignaverð nýbyggingar en Þjóðhagsstofnun spáir því að þær aukist um 8% í ár og 5% á næsta ári og líklega er þar um varfærið mat að ræða. Í öðru lagi eykur hærra fasteignaverð markaðsverðmæti eigna heimilanna. Það hvetur hins vegar til enn meiri útgjalda af þeirra hálfu, bæði sakir þess að þau telja sig ríkari en áður og vegna þess að möguleikar þeirra til lántöku með veðum í eigin húsnæði verða meiri. Í þessu ljósi er hugsanlegt að áhrif niðursveiflu í hagkerfinu á neyslu magnist ef hún fer saman við lækkun fasteignaverðs. Það skiptir því máli að meta bæði hvort líkur séu á enn meiri hækkun fasteignaverðs svo og hverjar líkur séu á skarpri lækkun þess. Eins og áður hefur komið fram hefur verð fast- eigna hækkað mjög á síðustu tveimur árum. Í sept- ember hafði vísitala staðgreiðsluverðs íbúðarhús- næðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega fjórðung á tæplega tveimur árum og raunverð íbúðar- húsnæðis er nú hið hæsta í rúman áratug. Þetta bendir til þess að verðið geti verið að nálgast hátopp nú. Að vísu skortir samfelldar tímaraðir til að meta þróun fasteignaverðs af nákvæmni en af þeim gögnum sem tiltæk eru má ráða að sveiflur frá hæsta raunverði fasteigna til þess lægsta geti numið allt að 30%. Sveiflur í raunverði voru meiri á níunda áratugnum og má skýra það með mikilli og breytilegri verðbólgu á þeim tíma. Svo mikil verðbreyting er því ólíkleg 19 Skuldir heimila og atvinnuvega Spá 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 60 80 100 120 140 160 % Skuldir heimila í % af ráðstöfunartekjum Skuldir fyrirtækja í % vergri landsframleiðslu Mynd 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.