Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 26

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 26
myndun bankavíxla á millibankamarkaði með krón- ur, en samkvæmt reglunum teljast veitt millibankalán með lengri binditíma en 90 dagar og bankavíxlar, óháðir líftíma, ekki sem laust fé. Lánastofnanir voru því tregar til fjárfestingar í bankavíxlum eða lán- veitinga á millibankamarkaði umfram 90 daga nema gegn hærri vöxtum. Eins og þegar hefur verið rakið hafa verðbólgu- væntingar vaxið verulega á árinu og stuðlað að hækkun ávöxtunar á óverðtryggðum skuldbinding- um. Um síðustu áramót var ávöxtunarferill óverð- tryggðra skuldbindinga fallandi frá 6 mánaða bindi- tíma og ávöxtun 4 ára skuldbindinga lítið eitt lægri en þriggja mánaða ríkisvíxla. Í maí var ferillinn orðinn stígandi á öllu sviðinu en vaxtahækkanir bankans ollu því að ferillinn er fallandi. Ávöxtun til fjögurra ára er þó svipuð og ávöxtun til skamms tíma. Hins vegar er ferillinn enn stígandi að 6 mánuðum sem bendir til þess að markaðurinn eigi von á frekari vaxtahækkunum af hálfu bankans á næstu 6 mánuð- um. Viðskipti með ríkis- og bankavíxla Viðskipti á peningamarkaði með markaðsverðbréf til skemmri tíma en eins árs hafa dregist saman undan- farin tvö ár en millibankaviðskipti til skemmri tíma en eins árs hafa aukist að sama skapi. Viðskipti með ríkisvíxla á Verðbréfaþingi Íslands voru fyrir 17,3 ma.kr. fyrstu 10 mánuði ársins en 53,3 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Ýmsar ástæður eru fyrir minnkandi áhuga markaðsaðila á viðskiptum með ríkisvíxla. Tilkoma formlegs millibankamarkaðar með krónur í júní 1998 er ein skýringin en hann hefur að hluta til leyst ríkisvíxla af hólmi við lausafjárstýringu bank- anna. Breytingar á stjórntækjum Seðlabanka sem gerðar voru í mars í fyrra hafa einnig haft áhrif, en þær fólu m.a. í sér endurskipulagningu á endurhverf- um viðskiptum við lánastofnanir. Áður voru einungis ríkisvíxlar auk innstæðubréfa hæfir til endurhverfra viðskipta en með breytingunum urðu allir mark- flokkar ríkisverðbréfa gjaldgengir. Auk þess er Seðlabankinn eini viðskiptavakinn með ríkisvíxla á eftirmarkaði og er verðmyndun ríkisvíxla því ekki eins virk og annarra bréfa þar sem fleiri aðilar koma við sögu. Frumsala ríkisvíxla hefur einnig dregist saman og fyrstu tíu mánuði ársins hafa verið seldir víxlar á uppboðum fyrir 22,6 ma.kr. en allt árið í fyrra nam salan 40,8 ma.kr. Uppboðsaðferðir Lána- sýslu ríkisins valda því að framboð víxla á uppboð- um hverju sinni er óljóst og tilboðum er hafnað án sannfærandi skýringar. Það kann að hafa dregið úr áhuga markaðsaðila á þátttöku í uppboðunum. Þá hafa viðskipti með bankavíxla ekki síður dreg- ist saman. Á fyrstu tíu mánuðum ársins námu við- skipti með bankavíxla 19,3 ma.kr. samanborið við 63,6 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Í mars og apríl á þessu ári, eftir að lausafjárreglurnar höfðu tekið gildi, duttu viðskiptin niður í 0,6 ma.kr. í hvorum mánuði samanborið við tæplega 1,9 ma.kr. viðskipti í febr- úar, en jukust síðan á ný. Millibankamarkaður með krónur Millibankamarkaður með krónur hefur verið við lýði hér á landi um alllangt skeið en hann var endurskipu- lagður í júní 1998. Átta lánastofnanir eru nú þátttak- endur á markaðnum. Samkvæmt reglum, sem Seðla- 25 Frumsala ríkisvíxla 1995 1996 1997 1998 1999 0 10 20 30 40 50 60 70 Ma.kr. 3 mán 6 mán 12 mán Mynd 6 Viðskipti með banka- og ríkisvíxla á eftirmarkaði J FMAM J J A S OND J FMAM J J A S OND J FMAM J J A S O 1997 1998 1999 0 2 4 6 8 10 12 14 Ma.kr. Bankavíxlar Ríkisvíxlar Mynd 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.