Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 27

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 27
26 bankinn setti um markaðinn í samráði við væntan- lega markaðsaðila, skuldbinda þátttakendur sig til þess að hafa frammi leiðbeinandi tilboð í inn- og útlán til eins dags, einnar viku, eins mánaðar, þriggja mánaða og sex mánaða. Jafnframt skuldbinda þeir sig, ef annar þátttakandi óskar, til að setja fram skuld- bindandi tilboð fyrir tilteknar lágmarksfjárhæðir. Lágmarkstilboð er 50 m.kr. í sex mánaða skuldbind- ingum en 100 m.kr. í öðrum. Frá því að markaðurinn tók formlega til starfa hefur meðalvelta á mánuði verið um 44,3 ma.kr. Á fyrstu tíu mánuðum ársins námu viðskiptin um 407 ma.kr. Meðalvelta á mánuði var því tæpur 41 ma.kr. en á seinni árshelmingi 1998 var hún 50 ma.kr. Í flestum tilvikum er um að ræða viðskipti til eins dags en hlutfall þeirra af heildarveltu það sem af er þessu ári er 91% samanborið við 93% frá júní til desember í fyrra. Í apríl á þessu ári minnkuðu viðskiptin verulega vegna viðbragða markaðsaðila við setningu lausa- fjárreglna Seðlabankans en þau leiddu til mjög vax- andi vaxtamunar í inn- og útlánstilboðum. Heildar- viðskipti í apríl námu 19 ma.kr. sem var töluvert minna en þau hafa verið að meðaltali á þessu ári. Síðan hefur veltan aukist og markaðsaðilar náð að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munur inn- og útlánsvaxta lækkaði nokkuð undir lok apríl en hefur þó haldist töluvert hærri en í fyrra. Viðskipti Seðlabanka Í lok október var staða útistandandi endurhverfra viðskipta Seðlabankans 20,4 ma.kr. og það sem af er þessu ári hefur staða útistandandi endurhverfra við- skipta verið á bilinu 12,5 ma.kr. til 22,6 ma.kr. Þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans á þessu ári og setningu lausafjárreglna hefur ekki dregið úr endur- hverfum viðskiptum. Meðalstaða þeirra var 16,8 ma.kr. fyrstu tíu mánuði ársins en var 7,6 ma.kr. í fyrra. Á sama tíma var daglánafyrirgreiðsla bankans 0,4 ma.kr. að meðaltali í ár en 0,3 ma.kr. í fyrra. Innstæður á bindiskyldureikningum lánastofnana í Seðlabankanum hafa aukist mikið síðustu misseri vegna mikillar aukningar á ráðstöfunarfé lánastofn- ana auk þess sem bindiskyldan nær núna til fleiri stofnana en áður. Í lok október 1999 var innstæða á bindiskyldureikningi 15,5 ma.kr. sem er um 80% aukning frá árslokum 1997. Velta á millibankamarkaði með krónur J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O 1998 1999 0 10 20 30 40 50 60 70 Ma.kr. O/N T/N S/W 1 M 3 M 6M Annað Mynd 8 Vaxtabil á millibankamarkaði með krónur 1999 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 0 1 2 3 4 5 % O/N S/W 1 M 3 M 6 M Mynd 9 Endurhverf verðbréfakaup Seðlabankans Staða í lok mánaðar. Nýjast 9/11 '99 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 Ma.kr. 1998 1999 Mynd 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.