Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 43

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 43
bréfa, ávöxtunarferlar og vaxtamunur milli verð- tryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa gefa mikil- vægar upplýsingar um verðbólguvæntingar markaðs- aðila. Vaxtamunur mismunandi áhættuflokka veitir upplýsingar um framboð fjármagns og áhættumat aðila á fjármagnsmarkaði. Þar að auki veitir gengi evru mikilvægar upplýsingar um samanburð á horf- um innan evrusvæðisins og annarra hagkerfa. Banka- ráðið mun einnig meta verðbólguspár sem alþjóða- stofnanir og markaðsaðilar gera auk þess sem það gerir sína eigin spá um verðlagshorfur. 4. Stjórntæki evrukerfisins Til þess að framfylgja stefnu sinni um verðstöðug- leika beitir ECB þrenns konar stjórntækjum. Í fyrsta lagi framkvæmir hann markaðsaðgerðir, í öðru lagi býður hann fjármálastofnunum opna fyrirgreiðslu. Í þriðja lagi leggur hann bindiskyldu á lánastofnanir. Stjórntækin gera ECB kleift að stjórna framboði lausafjár á evrusvæðinu og stýra vöxtum á milli- bankamarkaði. Á millibankamarkaði evrusvæðisins geta fjár- málastofnanir sem búa við umframframboð á lausafé lánað fjármálastofnunum sem búa við umframeftir- spurn. Að mati ECB sýnir reynslan að mun auðveld- ara er fyrir seðlabanka að starfa í umhverfi þar sem bankakerfið í heild býr við umframeftirspurn eftir lausafé og þarf að reiða sig á lausafjárfyrirgreiðslu frá seðlabankanum. Þá stjórnar seðlabankinn jaðar- framboði lausafjár og er því í góðri stöðu til að stýra markaðsvöxtum. Reglur evrukerfisins um lágmarksbindiskyldu hafa meðal annars það hlutverk að búa til slíka um- frameftirspurn hjá lánastofnunum evrusvæðisins. Meginhlutverk markaðsaðgerða evrukerfisins er að fullnægja umframeftirspurninni með endurfjármögn- un að því marki sem bankaráð ECB telur samrýmast verðstöðugleika. Mikilvægt er fyrir miðlun peningastefnunnar að aðstæður á millibankamarkaði séu svipaðar á öllu evrusvæðinu. Aðilar markaðarins þurfa því að geta átt greið viðskipti við aðila um allt evrusvæðið í þeim tilgangi að eyða hugsanlegum vaxtamun. Því hefur verið tekið í gagnið stórgreiðslumiðlunarkerfi (TARGET) fyrir allt evrusvæðið.4 Allar ákvarðanir um peningastefnu evrukerfisins eru teknar á miðstýrðan hátt af bankaráði og framkvæmdastjórn ECB. Framkvæmd markaðsað- gerða og umsjón opinnar fyrirgreiðslu og bindi- skyldu er hins vegar í höndum seðlabanka aðildar- ríkjanna. ECB hefur mótað reglur um þau skilyrði sem fjármálastofnanir þurfa að uppfylla til þess að vera gjaldgengir aðilar á millibankamarkaði. Aðeins fjár- málastofnanir sem krafðar eru um lágmarks bindi- skyldu eru gjaldgengir aðilar. Fjárhagsstaða stofnun- ar þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og stofnunin þarf að heyra undir eftirlitsstofnun a.m.k. eins aðildarrík- is. Reglurnar eru mótaðar með það í huga að sem stærstur hópur lánastofnana geti tekið þátt í markaðs- aðgerðum evrukerfisins á sama tíma og jafnframt að fyllsta öryggis sé gætt. Markaðsaðgerðir Markaðsaðgerðir gegna mikilvægu hlutverki við framkvæmd peningastefnu evrukerfisins. Með þeim er framboði lausafjár og vöxtum á millibankamark- aði stjórnað. Markaðsaðgerðum evrukerfisins má skipta í fjóra flokka að því er áhrærir hlutverk, tíma- setningu og framkvæmd. Í fyrsta lagi eru vikuleg uppboð lausafjár (e. main refinancing operations). Hér er um endurhverf verð- bréfaviðskipti að ræða. Hlutverk þeirra er að útvega lausafé á millibankamarkaði. Þau eru haldin einu sinni í viku og er lánstíminn 14 dagar. Uppboðin eru fastverðsuppboð (e. fixed rate auction) þar sem bankaráð ákveður vextina fyrirfram og fjármála- stofnanir tilkynna í boði sínu þá fjárhæð sem þær óska eftir að fá lánaða. Heildarfjárhæðin sem ECB kaupir á uppboðinu byggir á áætlun um hvað upphæð stuðli að því að millibankavextir haldist sem næst þeim vöxtum sem ákveðnir eru í uppboðinu. ECB kaupir því ekki endilega alla þá fjárhæð sem er í boði. Uppboðin fara fram eftir fyrirfram ákveðinni tímatöflu og hvert uppboð á að standa innan við einn sólarhring. Allir gjaldgengir aðilar á millibanka- markaði mega taka þátt í vikulegu uppboðunum. Þau eru meginfarvegur lausafjár til banka á evrusvæðinu. Í öðru lagi eru mánaðarleg uppboð (e. long term refinancing operations) þar sem lánstíminn er þrír 42 4. TARGET stendur fyrir Trans-European Automated Real-time Gross- settlement Express Transfer. Kerfið er notað fyrir samtíma milli- bankafærslur á Evrópusambandssvæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.