Peningamál - 01.11.1999, Síða 47

Peningamál - 01.11.1999, Síða 47
hafi til loka árs 1999 yrði 2,8%. Spáð var að verðlag á öðrum ársfjórðungi myndi hækka um 1,0% eða 4,2% á ársgrundvelli. Júní Hinn 21. júní hækkaði Seðlabanki Íslands vexti bankans í viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 pró- sentustig. Hinn 25. júní var gengisskráningarvog breytt vegna árlegrar endurskoðunar í ljósi samsetningar utan- ríkisviðskipta á árinu 1998. Hinn 29. júní veitti Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Verðbréfaþingi Íslands hf. starfsleyfi til kauphall- arstarfsemi frá og með 1. júlí. Bandaríska matsfyrirtækið Moody´s Investors Service gaf Búnaðarbanka Íslands hf. einkunnina A- 3 fyrir langtímaskuldbindingar, Prime-2 fyrir skamm- tímaskuldbindingar og D fyrir fjárhagslegan styrk. Júlí Hinn 1. júlí var gerð breyting á samsetningu úrvals- vísitölu Verðbréfaþings Íslands. Úrvalsvísitalan er uppfærð tvisvar á ári á þann hátt að af þeim 20 félög- um á aðallista þingsins sem tíðust viðskipti hafa orðið með á næstliðnum 12 mánuðum mynda þau 15 sem eru stærst að markaðsverðmæti í lok tímabilsins úrvalsvísitöluna næstu sex mánuði. Hinn 22. júlí birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 3,0% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upp- hafi til loka árs 1999 yrði 4,0%. Spáð var að verðlag á þriðja ársfjórðungi myndi hækka um 1,3% eða 5,2% á ársgrundvelli. Ágúst Útgáfu Economic Statistics var hætt. September Útgáfu Hagtalna mánaðarins var hætt. Í stað þeirra og Economic Statistics verður hafin útgáfa ársfjórð- ungsrits á íslensku og ensku. Heiti ársfjórðungsrits- ins á íslensku verður: Peningamál: Ársfjórðungsrit Seðlabanka Íslands, en á ensku: Quarterly Monetary Bulletin. Íbúðalánasjóður seldi húsnæðisbréf að fjárhæð 2,0 milljarðar króna úr flokkunum BN20-0101 og BN38-0101. Hinn 15. september tilkynnti Lánasýsla ríkisins, að beiðni fjármálaráðherra, um fyrirhuguð uppkaup og fækkun markflokka ríkisverðbréfa. Hinn 20. og 21. september hækkaði Seðlabanki Íslands vexti bankans í viðskiptum við lánastofnanir um 0,6 prósentustig. Kreditkort hf. fékk starfsleyfi sem lánastofnun á grundvelli laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði (lög nr. 123, 1993). Október Hinn 25. október birti Seðlabanki Íslands verðbólgu- spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 3,3% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upphafi til loka árs 1999 yrði 4,6%. Spáð var að verðlag á fjórða ársfjórðungi myndi hækka um 1,0% eða 4,1% á ársgrundvelli. 46

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.