Peningamál - 01.05.2002, Qupperneq 8

Peningamál - 01.05.2002, Qupperneq 8
framan og gera þeir mat á undirliggjandi verðbólgu óvenju erfitt. Ein leið til að meta skammtíma- verðbólgu er að leiðrétta fyrir þessum þáttum og skoða þriggja mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli að teknu tilliti til metinnar árstíðar- sveiflu. Þá fæst sú niðurstaða að verðbólgustigið hafi verið um 4% á síðustu þremur mánuðum. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs endurspeglar hins vegar ennþá mikla verðbólgu á síðasta ári en hún mun lækka hratt á komandi mánuðum miðað við fyrirliggjandi verðbólguspá. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa hefur lækkað tölu- vert frá byrjun febrúar Verðbólguálag ríkisskuldabréfa hefur verið afar næmt fyrir mælingum á vísitölu neysluverðs það sem af er þessu ári. Kann það að stafa af þeirri óvissu sem ríkir um launalið kjarasamninga, náist verðlagsmark- mið aðila vinnumarkaðar ekki í maí. Því má segja að yfirvofandi hætta á víxlverkun launa, gengis og verðlags hafi verið mælanleg á tímabilinu. Hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða hefur ýmist verið undir eða yfir væntingum markaðsaðila hverju sinni og því hefur verðbólguálag bréfanna sveiflast tölu- vert til við birtingu vísitölunnar. Hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar var í samræmi við væntingar og verðbólguálag ríkisskuldabréfa tiltölulega stöðugt á bilinu 2½-3%, hvort miðað er við 1½ eða 5 ára líf- tíma. Þann 12. mars hækkaði svo verðbólguálag skuldabréfanna, einkum bréfa með 1½ árs líftíma, enda hækkaði vísitala neysluverðs í mars langt umfram væntingar markaðsaðila. Verðbólguálagið var því mun hærra, eða 3¼% að meðaltali á skulda- bréfum með 1½ árs líftíma fram í miðjan apríl. Þessu tímabili má þó skipta í tvennt, því að lækkun stýri- vaxta Seðlabankans um ½ prósentu sem tilkynnt var eftir lokun markaðar 26. mars varð til þess að verð- bólguálag ríkisskuldabréfa með 1½ árs líftíma hækk- aði úr 3,1% í 3½%. Verðbólguálag á bréfum með u.þ.b. 5 ára líftíma var um 3% frá miðjum mars til miðs apríl og áhrif vaxtalækkunar nær engin. Í apríl hækkaði vísitala neysluverðs aðeins um 0,04% en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir 0,25% hækkun að meðaltali. Það hafði í för með sér tölu- verða lækkun á verðbólguálaginu, sem var að meðal- tali um 2½% á tímabilinu 15.-30. apríl, hvort heldur á lengri eða skemmri skuldabréfunum. Seðlabankinn hefur látið kanna verðbólguvænt- ingar almennings þrisvar á ári frá árinu 1997. Niðurstöður þessara kannana benda til þess að það taki almenning nokkurn tíma að átta sig á því þegar verðbólga er að breytast. Þannig var almenningur til dæmis nokkra mánuði að taka tillit til aukinnar verðbólgu á árunum 1999 og 2001. Síðasta könnun var gerð í janúar sl. Þá voru verðbólguvæntingar almennings 6,6%, sem er mun meiri verðbólga en sem nemur verðbólguálagi ríkisskuldabréfa á svipuðum tíma eða spám Seðlabankans og markaðs- aðila, en þó heldur undir verðbólgu síðustu 12 mánaða. Verðbólguspá: Auknar líkur á að verðbólgumark- miðið náist á tilsettum tíma Frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá hafa verðbólguhorfur batnað töluvert. Gengi krón- unnar hefur styrkst um 5% og nýjustu hagtölur benda PENINGAMÁL 2002/2 7 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 80 90 100 110 120 130 Meðaltal jan.´97-apríl '02=100 80 90 100 110 120 130 Mars 1997=100 Verð innfluttrar matvöru og innflutningsgengisvísitala 1997-2002 Innflutningsgengisvísitala (hægri ás) Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Verð innfluttrar matvöru (vinstri ás) Mynd 4 Janúar | Febrúar | Mars | Apríl 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Verðbólguvæntingar 3. janúar - 30. apríl 2002 Daglegar tölur Verðbólguálag m.v. 1½ ár Verðbólguálag m.v. 5 ár Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.