Peningamál - 01.05.2002, Síða 9

Peningamál - 01.05.2002, Síða 9
með ótvíræðari hætti en áður til hjaðnandi eftir- spurnar. Að sama skapi er útlit fyrir að verðlagsmark- mið aðila vinnumarkaðar í maí náist, sem dregur verulega úr óvissu um framhaldið. Tólf mánaða verðbólga mælist enn mikil en mun hjaðna hratt á næstu misserum sem fyrr segir ef svo fer fram sem horfir. Í síðustu spá bankans var ekki gert ráð fyrir að 2½% verðbólgumarkmið hans næðist fyrir árslok 2003. Til þess að það næðist þurfti gengi krónunnar að styrkjast nokkuð frá því sem gert var ráð fyrir í spánni eða að draga enn frekar úr spennu í þjóðar- búskapnum. Hvort tveggja hefur gengið eftir. Því er nú útlit fyrir að verðbólga verði komin inn fyrir 4½% þolmörk verðbólgumarkmiðsins á þriðja fjórðungi þessa árs, og fari stuttu síðar inn fyrir hin endanlegu 4% þolmörk sem taka gildi um næstu áramót. Útlit er fyrir að 2½% verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á síðasta fjórðungi ársins 2003, en yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 gerði ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu yrði náð fyrir árslok 2003. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa batnað Spáð er 2,8% verðbólgu yfir þetta ár, sem er lítillega minni verðbólga en spáð var í febrúar. Hins vegar munar meiru á spánni yfir árið 2003. Nú er spáð 2,3% verðbólgu, en 3% í síðustu spá. Raunar er nú spáð jafn mikilli verðbólgu árið 2003 og gert var í október sl., en hækkun á spánni í janúar endurspegl- aði hækkun á spám um alþjóðlega verðlagsþróun og hækkun launa í samræmi við samkomulag aðila vinnumarkaðar frá því í desember 2001. Á móti þessu kemur styrking krónunnar síðustu mánuði og hjöðnun umframeftirspurnar í þjóðarbúskapnum. Eitt ár fram í tímann (til fyrsta ársfjórðungs 2003) spáir bankinn 3,2% verðbólgu, en reiknar með að hún verði komin niður í 2,3% næsta ár á eftir, sem er undir verðbólgumarkmiðinu. Þetta eru mikil um- skipti gangi spáin eftir, því að mæld á sama hátt var verðbólgan 8,7% til fyrsta ársfjórðungs 2002. Verðbólguspá bankans yfir þetta og næsta ár og á milli ársmeðaltala er svipuð og spár sérfræðinga á fjármálamarkaði (sjá rammagrein 3 bls. 11). Forsendur verðbólguspár Innflutningsverðlag. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá því í febrúar á forsendum verðbólguspár- innar fyrir árin 2002 og 2003 í ljósi nýrra upplýsinga og í fyrsta skipti eru birtar forsendur fyrir árið 2004. Forsendur sem gefnar eru í spánni um þróun inn- flutningsverðlags í erlendri mynt taka mið af útreikn- ingum og spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD um þróun og horfur verðlags í alþjóðaviðskiptum og framvirku verði á olíu á heimsmarkaði. Á þessu ári er gert ráð fyrir u.þ.b. 1% lækkun milli ársmeðaltala í stað óbreytts verðlags. Á næsta ári er gert ráð fyrir heldur meiri verðhækkun fyrir áhrif bata í heims- búskapnum, eða tæplega 2% í stað rúmlega 1½% hækkunar í síðustu spá. Árið 2004 er gert ráð fyrir að verðlag í alþjóðaviðskiptum leiti jafnvægis sem 8 PENINGAMÁL 2002/2 Tafla 1 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsbreytingar Breyting Ársfjórð- Breyting frá frá fyrri ungsbreyting sama árs- ársfjórð- á ársgrund- fjórðungi ungi (%) velli (%) árið áður (%) 2001:1 0,9 3,4 4,0 2001:2 3,5 14,5 6,0 2001:3 2,3 9,7 8,0 2001:4 1,6 6,6 8,5 2002:1 1,0 4,2 8,7 Tölurnar sýna breytingar milli ársfjórðungslegra meðaltala vísitölu neyslu- verðs. Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 1999 3,4 5,8 2000 5,0 3,5 2001 6,7 9,4 Skyggt svæði sýnir spá. 2002:2 0,4 1,8 5,5 2002:3 0,8 3,2 3,9 2002:4 1,0 4,2 3,3 2003:1 0,9 3,7 3,2 2003:2 0,8 3,4 3,6 2003:3 0,5 2,1 3,4 2003:4 0,3 1,3 2,6 2004:1 0,6 2,3 2,3 2004:2 0,6 2,6 2,1 2002 5,3 2,8 2003 3,2 2,3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.