Peningamál - 01.05.2002, Page 33

Peningamál - 01.05.2002, Page 33
32 PENINGAMÁL 2002/2 daga árið 2007 úr 9,31% í janúarlok í 8,44% í lok apríl. Ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa til skemmri tíma lækkaði einnig umtalsvert en ávöxtun verð- tryggðra skuldabréfa til miðlungs og lengri tíma hefur breyst tiltölulega lítið. Sennilegt er að fjárfestar hafi í nokkrum mæli leitað í skammtímaverðtrygg- ingu vegna verðbólguvæntinga og því hafi eftirspurn eftir skemmri verðtryggðum bréfum aukist, verð hækkað og ávöxtun því lækkað. Mynd 3 sýnir þróun vaxtarófs verðtryggðra skuldabréfa á tveim tíma- punktum. ... og lausafjárstíflur brustu Merkja mátti töluvert misræmi í vöxtum á milli- bankamarkaði allt frá mars á síðasta ári sem jókst í nóvember og hélst fram í mars á þessu ári, en á þessu tímabili minnkaði verulega sú fylgni sem verið hafði við stýrivexti Seðlabankans. Misræmið hefur verið rakið til stíflna í lausafjármiðlun og vankanta á um- gjörð viðskipta með íslenskar krónur fremur en almenns lausafjárskorts á markaði. Einstaka stofn- anir hefur þó skort lausafé en aðrar ekki. Takmark- aðar lánalínur milli banka og hugsanlega tregða við að fjármagna útþenslu samkeppnisaðila kunna að skýra það hvers vegna laust fé flæðir ekki á milli stofnana. Það vekur vissulega spurningar þegar lánastofnanir liggja með laust fé á viðskipta- reikningum í Seðlabanka á mun lægri vöxtum en buðust um tíma á millibankamarkaði með krónur. Þetta ástand varði, eins og fyrr er frá greint, fram í miðjan mars en greinilegt var að frétt um fyrir- hugaðar breytingar Seðlabankans á reglum um veðhæf bréf í endurhverfum viðskiptum (sem þó áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júní) ýtti vaxtalækkunum á millibankamarkaði með krónur af stað. Í kjölfar vaxtalækkunar banka og síðar Seðlabankans lækk- uðu vextir enn frekar og fjármögnun innlausnar spariskírteina í aprílbyrjun hnykkti síðan á því að gnótt lauss fjár var til reiðu fram eftir apríl. Endurhverf viðskipti eru til sveiflujöfnunar Aðgangur að endurhverfum viðskiptum hefur verið óheftur en svo virðist sem aðgengi að verðbréfum sem hæf eru sem veð í þeim hafi verið takmarkað. Stofn þeirra bréfa sem hæf eru til endurhverfra viðskipta er um 250 ma.kr. og því var rúmlega þriðjungur hans notaður í endurhverfum viðskiptum. Seðlabankinn hefur litið svo á að tilgangur endur- hverfra viðskipta sé að jafna út sveiflur í lausu fé lánastofnana og eru stýrivextir bankans miðaðir við að endurhverf viðskipti séu jaðarfjármögnun sem sé það dýr að lánastofnanir nýti sér hana einungis í því skyni. Með stýrivöxtum hefur Seðlabankinn bein og óbein áhrif á vaxtastig sem koma síðar fram í verð- lagi. Svo virðist þó sem lánastofnanir nýti sér Seðla- bankafjármögnunina með öðrum hætti, t.d. sem tæki í afleiðuviðskiptum og til að fjármagna útlán. Þessi fjármögnun er þó ekki áhættusöm því að með henni er verið að verjast gengisáhættu og þar með í raun verið að draga úr áhættu sem annars kynni að vera dragbítur viðskipta. Vera kann að smæð íslensks fjár- magnsmarkaðar og samþjöppun komi í veg fyrir markaðsstarfsemi sem ætti að vera til staðar í ofan- greindum tilvikum. Það kann því að vera ástæða til að kanna hvort aðrar leiðir séu færar til að markaðs- væða þá þætti í afleiðuviðskiptum sem til þessa hafa 2001 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. F M A M J J A S O N D | J F M A 8 9 10 11 12 13 14 % Mynd 2 Ávöxtun á millibankamarkaði með krónur og ávöxtun Seðlabankans (vikuleg gögn) Endurhverf viðskipti Tvær vikur Yfir nótt Daglán 10/2 2003 10/4 2005 1/10 2015 1/1/ 2020 15/1 2021 15/12 2022 15/3 2026 15/12 2037 15/3 2041 5,2 5,4 5,6 5,8 6,0 6,2 6,4 Raunávöxtun (%) Mynd 3 Ávöxtunarferill nokkurra verðtryggðra skuldabréfa 29. janúar og 30. apríl 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. 30. apríl 2002 29. jan. 2002 Lokagjalddagi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.