Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 3
Nokkurt vatn hefur runnið til sjávar frá því Seðlabankinn gerði síðast
grein fyrir þróun og horfum í efnahags- og peningamálum í byrjun
desember sl. Auk hækkunar um 1 prósentu, sem kynnt var í Peninga-
málum 2004/4, hækkaði bankinn stýrivexti um 0,5 prósentur í
febrúar sl. Ástæðum seinni hækkunarinnar var lýst í greinargerð til
ríkisstjórnarinnar í tilefni þess að verðbólga fór yfir svokölluð þolmörk
í mánuðinum.1 Að gefnu tilefni er ástæða til að árétta að verðbólga
umfram þolmörk var í sjálfu sér ekki tilefni vaxtahækkunarinnar, enda
nokkuð fyrirsjáanleg, heldur gaf greinargerðin bankanum tækifæri til
þess að skýra ákvörðun sína, sem tekin var í ljósi mats á verðbólgu-
horfum til næstu tveggja ára.
Hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði ber að skoða í ljósi hrað-
vaxandi eftirspurnar og versnandi verðbólguhorfa. Horfurnar breytt-
ust verulega til hins verra í kjölfar þess að bankarnir tóku að bjóða
fasteignaveðlán á betri kjörum en áður. Hörð samkeppni bankanna og
Íbúðalánasjóðs á fasteignaveðlánamarkaði hefur stuðlað að hröðum
útlánavexti sem ekki sér fyrir endann á. Auk þess ollu breytingar á
tímasetningu stórframkvæmda því að þær munu ná hámarki í ár en
ekki árið 2006.
Vaxtahækkanir Seðlabankans um 1½ prósentu frá nóvember
eiga þátt í ríflega 10% gengishækkun krónunnar frá lokum nóvemb-
er. Háir vextir eru þó ekki eina ástæðan fyrir styrk krónunnar, enda eru
raunstýrivextir bankans alls ekki háir í sögulegu samhengi. Útflutn-
ingsverð hefur einnig hækkað og framkvæmdir við virkjanir og stór-
iðju færast nú ört í aukana. Eins og Seðlabankinn hefur margsinnis áð-
ur varað við er óhjákvæmilegt að framkvæmdahrinan og fleira sem nú
gengur yfir efnahagslífið leiði til umtalsverðrar hækkunar raungengis,
sem er ýmsum atvinnugreinum þungt í skauti. Vegna þess að vextir á
erlendum skuldabréfa- og lánamörkuðum eru nálægt sögulegu lág-
marki þarf ekki mjög háa stýrivexti hér á landi til þess að vaxtamunur
við útlönd verði svo mikill að hann hafi aðdráttarafl fyrir erlenda fjár-
festa í leit að ábatasamri en nokkuð áhættusamri skammtímafjárfest-
ingu.
Áhrif peningastefnu á gengi gjaldmiðla eru mikilvæg miðlunar-
leið hennar í opnu hagkerfi. Við núverandi aðstæður verður þessi
miðlunarleið afar virk og áhrifarík. Ef hún væri ekki fyrir hendi hefði
peningastefnan ekki sömu áhrif og ella, eins og aðstæður eru nú á
alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Þess vegna er mikilvægt að hindra
ekki virkni hennar. Mikil hækkun á gengi krónunnar kemur hins vegar
hart niður á samkeppnisgeira þjóðarbúskaparins. Við þessu á pen-
ingastefnan fá svör. Hún er almenn aðgerð sem ætlað er að ná til alls
þjóðarbúskaparins, þótt ekki sé svo alltaf í reynd vegna þess að vægi
Inngangur
Stöðugleiki verður ekki tryggður átakalaust
1. Greinargerðin var send ríkisstjórninni 18. febrúar 2005 og birt á heimasíðu Seðlabankans
þann dag.