Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 4

Peningamál - 01.03.2005, Blaðsíða 4
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 4 miðlunarleiðanna er mismunandi eftir aðstæðum. Seðlabanki sem miðar að því að ná verðbólgumarkmiði sem honum hefur verið sett af stjórnvöldum getur ekki leyft sér að reka slakari peningastefnu en hann telur nauðsynlega til að ná markmiðinu af tillitssemi við einstaka geira, fyrirtæki eða einstaklinga, sem gætu orðið fyrir skakkaföllum af völdum hárra vaxta eða gengis. Ruðningsáhrifum þeirra stóru hnykkja sem skekja þjóðarbúið um þessar mundir verður ekki eytt með minna aðhaldi í peningamálum. Þeim verður í besta lagi frestað og frestun mun líklega skapa enn meiri vanda síðar. Með því væri ríkari hags- munum almennings og atvinnulífsins af stöðugu verðlagi til lengri tíma fórnað á altari þrengri hagsmuna. Efnahagslífið virðist í tiltölu- lega góðri stöðu um þessar mundir til þess að glíma við þann vanda sem hátt gengi krónunnar skapar, þótt óhjákvæmilegt sé að einhver áföll verði. Við ákvarðanir í peningamálum er eðlilegt að tekið sé tillit til aukins aðhalds sem felst í hækkun gengis krónunnar í kjölfar síðustu vaxtahækkana. Í verðbólguspám sínum gerir Seðlabankinn jafnan ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum og gengi krónunnar út spátímann. Aukið aðhald sem leiðir af hækkun gengis krónunnar er því fólgið í verð- bólguspánni sem kynnt er í þessu hefti Peningamála. Hún gefur til kynna að aðhaldsaðgerðir Seðlabankans undanfarna mánuði muni skila umtalsverðum árangri, en þó ekki nægum. Miðað við óbreytt gengi mun verðbólgan hjaðna töluvert á þessu ári, niður í verðbólgu- markmið bankans um tíma, en aukast á ný þegar áhrif sterkara gengis taka að dvína og framleiðsluspenna nær hámarki. Spár af þessu tagi eru mikilvægt tæki sem Seðlabankinn notar við ákvarðanir í peningamálum, en ekki óbrigðul kristalskúla. Hversu líklegt er að spáin gangi eftir, eða því sem næst, ræðst að töluverðu leyti af því hve sennilegt er að forsendan um stöðugt gengi krónunnar haldi. Það gerir hún nánast aldrei. Í ljósi þess hve gengi krónunnar er orðið hátt um þessar mundir virðast óvenjumiklar líkur á að það taki að veikjast áður en spátímabilinu lýkur á fyrsta fjórðungi ársins 2007. Þó er hugsanlegt að gengið hækki enn meira áður en það tekur að lækka. Þetta birtist í slagsíðu á líkindadreifingu spárinnar, sem gefur til kynna að töluverðar líkur séu á meiri verðbólgu en spáð er, einkum þegar líður á spátímabilið. Viðskiptahallinn í fyrra reyndist mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, eða sem nam 8% af landsframleiðslu. Nýlegar vísbendingar benda til þess að hallinn muni enn aukast á næstu mánuðum. Horfur eru á að hann verði meiri á þessu ári og verði rúmlega 12% af vergri landsframleiðslu að óbreyttu gengi krónunnar. Þetta er mun meiri halli en Seðlabankinn hefur áður spáð og mesti halli Íslandssögunnar gangi spáin eftir. Aukinn halla á þessu ári má að töluverðu leyti rekja til þess að stórframkvæmdir verða umfangsmeiri í ár en áður hafði verið reiknað með. Þetta stafar að einhverju leyti af frestun frá síðasta ári en einkum af því að framkvæmdir sem áður voru áformaðar á næsta ári verða í ár. Framkvæmdirnar ná því hámarki í ár en ekki 2006. Þótt aukinn viðskiptahalla á þessu ári megi því að töluverðu leyti rekja til meiri fjárfestingar en í fyrri áætlunum, er ljóst að svo mikill halli er langt frá því að vera sjálfbær. Þótt verulega dragi úr viðskiptahallanum þegar á næsta ári mun aukinn álútflutningur á næstu árum ekki draga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.