Peningamál - 01.03.2005, Síða 5

Peningamál - 01.03.2005, Síða 5
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 5 nægilega úr honum einn og sér. Umtalsverð aðlögun í þjóðarbú- skapnum þarf því að eiga sér stað svo viðunandi jafnvægi verði í ytri jöfnuði hans. Líklegt er að verulega þurfi að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar og gengi krónunnar að lækka. Það gerir stöðuna enn við- kvæmari að vegna mikillar fjárfestingar erlendis veltur núverandi styrkur krónunnar á innstreymi lánsfjár langt umfram það sem þarf til þess að fjármagna viðskiptahallann. Jafnmikið ójafnvægi í utanríkis- viðskiptum og nú stefnir í getur grafið undan gengis- og verðlags- stöðugleika til langs tíma og að endingu haft umtalsverðan samdrátt í för með sér. Við þessu á peningastefnan ekki önnur svör en aukið peningalegt aðhald, sem þó verður e.t.v. fremur til að auka á við- skiptahallann fyrsta kastið. Ein skýrasta vísbendingin um vaxandi ofþenslu í íslenskum þjóð- arbúskap er hin hraða hækkun íbúðaverðs, sem að raungildi er tölu- vert yfir fyrra sögulega hámarki. Hátt eignaverð kyndir undir eftir- spurn nú og gæti magnað samdrátt síðar, þegar síst skyldi. Seðla- bankinn hefur ekki að markmiði að halda eignaverði stöðugu, en þarf að bregðast við því að svo miklu leyti sem það hefur áhrif á verð- bólgu. Það gæti þó flækt framkvæmd peningastefnunnar á næsta ári ef þörf yrði á mun harðara aðhaldi en nú er fyrirséð. Þá yrði hætt við snarpri verðlækkun sem veikt gæti undirstöður fjármálakerfisins. Fjár- málastöðugleikasjónarmið mæla því eindregið með tímanlegu aðhaldi peningamála. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 8,75%, eða tæplega 3½ pró- sentu hærri en í byrjun maí í fyrra. Þetta eru nokkuð háir vextir í al- þjóðlegum en ekki sögulegum íslenskum samanburði. Raunstýrivextir voru til muna hærri þegar Seðlabankinn barðist við eftirköstin af síð- asta ofþensluskeiði fyrir fáum árum. Það sem er fyrst og fremst frá- brugðið nú er að gengi krónunnar flýtur á markaði, sem hefur gefið Seðlabankanum færi á að bregðast fyrr við ofþenslumerkjunum en ella. Atvinnulífið fær því að finna fyrir aðhaldinu fyrr í hagsveiflunni en áður, einkum fyrirtæki sem eru í erlendri samkeppni. Aðhaldið skilar árangri þótt það bitni óæskilega mikið á sumum geirum. Seðlabankinn telur óhjákvæmilegt að halda áfram að auka aðhald peningastefnunnar í ljósi þess mikla hagvaxtar sem nú er spáð og vísbendinga um áframhaldandi og vaxandi ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Því eru horfur á að verðbólga verði yfir markmiði á síðari hluta spátímabilsins, þrátt fyrir forsendu um áframhaldandi sterkt gengi sem virðist óraunsæ. Nýlegar vaxtahækkanir bankans og um- talsverð gengishækkun krónunnar hafa aukið aðhald sem á eftir að skila sér til fulls. Í ljósi þróunarinnar telur bankastjórn hæfilegt að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur að þessu sinni í 9%. Frekari aðhaldsaðgerða kann að verða þörf á næstu mánuðum. Óhjá- kvæmilegt er því að aðstæður í útflutnings- og samkeppnisgreinum verði áfram erfiðar. Æskilegt væri að auka aðhald í opinberum fjármál- um til þess að draga úr neikvæðum hliðaráhrifum peningalega að- haldsins. Þetta á bæði við um ríki og sveitarfélög. Þá eru bankar og sparisjóðir hvattir til þess að fara gætilega í útlánaákvörðunum sínum og hyggja vel að öryggi og fjármögnun útlána, þ.m.t. fasteignaveð- lána. Einnig kann að reynast nauðsynlegt að huga að því hvort sam- keppni Íbúðalánasjóðs og bankanna á fasteignaveðlánamarkaði, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.