Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 9
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
9
fyrir að verðbólga verði við 2½% verðbólgumarkmið bankans en í
desember var spáð tæplega 3% verðbólgu á sama ársfjórðungi. Spáð
er rúmlega 3% verðbólgu eftir tvö ár, sem er nokkru minni verðbólga
en spáð var í desember, þótt hún verði áfram yfir verðbólgumark-
miðinu.
Eins og í síðustu spá er gert ráð fyrir að óvissa spárinnar sé sam-
hverf litið eitt ár fram í tímann en að hún sé skekkt upp á við litið til
tveggja ára. Slagsíðan upp á við hefur heldur aukist vegna þess að lík-
ur á gengislækkun eru meiri en í desember.
Mikilvægt er að hafa í huga að ofangreind spá byggist á
óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans og álíka sterku gengi krónunnar
og það er nú út spátímabilið. Þannig nýtir bankinn spána sem leiðar-
vísi við ákvarðanir í peningamálum. Spáin gefur til kynna hver fram-
vindan gæti orðið, geri bankinn ekkert umfram það sem hann hefur
þegar gert. Áhrifa peningastefnunnar mun samkvæmt spánni gæta í
auknum mæli á þessu og næsta ári. Enn frekari samþjöppun stóriðju-
áforma í ár veldur því að ofþensla verður í þjóðarbúskapnum út spá-
tímabilið og má því ætla að frekara aðhalds verði þörf af hálfu seðla-
bankans til þess að kveða niður þá verðbólgu sem henni fylgir. Frá-
viksspá með breytilegum vöxtum og gengi staðfestir þetta mat enn
frekar.
Tafla 2 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands
Ársfjórðungs- Breyting frá fyrri Ársfjórðungsbreyting Breyting frá sama
breytingar (%) ársfjórðungi á ársgrundvelli ársfjórðungi árið áður
2003:1 0,7 2,9 1,9
2003:2 0,5 2,0 2,0
2003:3 0,3 1,1 2,1
2003:4 1,0 4,1 2,5
2004:1 0,3 1,3 2,1
2004:2 1,7 7,0 3,3
2004:3 0,5 1,9 3,6
2004:4 1,3 5,2 3,8
2005:1 0,9 3,7 4,4
2005:2 1,0 4,1 3,7
2005:3 0,2 0,9 3,5
2005:4 0,4 1,7 2,6
2006:1 0,7 2,7 2,4
2006:2 1,1 4,4 2,4
2006:3 0,7 2,6 2,9
2006:4 0,7 2,8 3,1
2007:1 0,7 2,9 3,2
Tölurnar sýna breytingar milli ársfjórðungslegra meðaltala vísitölu neysluverðs.
Breyting Breyting
Ársbreytingar (%) milli ára yfir árið
2003 2,1 2,4
2004 3,2 4,0
2005 3,6 2,6
2006 2,7 3,1
Skyggt svæði sýnir spá.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Efri þolmörk
Neðri þolmörk
Verðbólgumarkmið
Vísitala neysluverðs
8
6
4
2
0
10
1
3
5
7
9
%
Mynd 1
Verðbólguspá Seðlabankans
Spátímabil: 1. ársfj. 2005 - 1. ársfj. 2007
| | | | | | |2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006