Peningamál - 01.03.2005, Side 15

Peningamál - 01.03.2005, Side 15
III Fjármálaleg skilyrði Frá nóvember sl. hafa fjármálaleg skilyrði orðið heldur aðhaldssamari á heildina litið. Þau eru þó enn með hagstæðasta móti. Erlendir vextir eru enn afar lágir, þótt skammtímavextir séu farnir að hækka í Bandaríkjun- um. Innlendir skammtímavextir hafa hins vegar hækkað í takt við 1½ prósentu hækkun stýrivaxta og hefur það stuðlað að gengishækkun krónunnar og þar með gert erlendar lántökur óhagkvæmari að því gefnu að búist sé við að gengishækkunin gangi til baka. Vextir verð- tryggðra skuldabréfa til langs tíma hafa hins vegar ekki hækkað. Því hefur hækkun stýrivaxta ekki haft umtalsverð áhrif á fjármálaleg skilyrði heimilanna, enn sem komið er. Fjármálaleg skilyrði í heiminum eru enn með besta móti Fjármálaleg skilyrði í umheiminum eru enn með því hagstæðasta sem þau hafa verið í áratugi. Bandaríski seðlabankinn hefur reyndar hækk- að stýrivexti um 1½ prósentu frá því að hann tók að draga úr örvun peningastefnunnar sl. sumar, en Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur haldið stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2% frá sumarmánuðum 2003. Breskir stýrivextir hafa verið óbreyttir frá því í ágúst, eftir nokkra hækkun á fyrri hluta sl. árs. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru um þessar mundir 2½%, eða lægri en sem nemur verðbólgu þar. Skammtímaraunvextir í heiminum eru enn almennt nálægt núlli eða neikvæðir. Hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hefur jafnframt engin marktæk áhrif haft á langtímavexti. Þannig hafa t.d. vextir ríkisskuldabréfa til tíu ára verið nálægt 4% á fyrstu mánuðum þessa árs, eða aðeins lítillega yfir sögu- legu lágmarki. Í Evrópu eru langtímavextir 2%. Helstu skýringar á óvenjulágum vöxtum eru lágar verðbólguvæntingar, almennt traust á stjórn peningamála í helstu ríkjum heims og væntingar um að aðhald verði aukið með varfærnum hætti á næstu árum. Jafnframt hafa seðlabankar í Asíu keypt bandarísk ríkisskuldabréf í miklum mæli og þannig komið í veg fyrir að hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna leiddi til vaxtahækkunar. Þá hefur hagnaður fyrirtækja aukist án þess að fjárfesting hafi aukist sem því svarar. Lánsfjáreftirspurn hefur því verið fremur lítil en framboð lánsfjár hins vegar mikið. Fjármálaleg skilyrði í heiminum eru í reynd enn hagkvæmari en sem nemur sögulega lágum vöxtum ríkistryggðra skuldabréfa, því vaxtaálag hefur hvarvetna verið á niðurleið, hvort heldur á vexti skuldabréfa fyrirtækja eða nýmark- aðsríkja. Stýrivextir í helstu efnahagsveldunum hafa hækkað mun hægar frá því að efnahagsbati hófst fyrir rúmlega tveimur árum en á fyrri bataskeiðum. Enn er í flestum spám gert ráð fyrir hægfara hækkun vaxta á næstu tveimur árum, bæði skammtímavaxta og langtíma- vaxta. Ýmislegt gæti þó orðið til að flýta fyrir vaxtahækkun. Dragi seðlabankar í Asíu t.d. verulega úr kaupum sínum á bandarískum skuldabréfum, fari verðbólga vaxandi og leiði til þess að auka þurfi aðhald peningastefnunnar hraðar en nú er fyrirséð og takist ekki að koma böndum á mikinn halla ríkissjóðs í Bandaríkjunum gætu vextir hækkað hraðar en almennt er gert ráð fyrir. Slík þróun gæti orðið afdrifarík fyrir framvinduna hér á landi í ljósi þess að hinn hraði vöxtur innlendra útlána hefur að miklu leyti verið fjármagnaður með erlendu ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 15 Mynd 9 Heimildir: EcoWin, Eurostat. Erlend vaxtaþróun 2. janúar 2002 - 10. mars 2005 (daglegar tölur) 2002 | 2003 | 2004 |2005 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 % 2002 | 2003 | 2004 |2005 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 % Bandaríkin Evrusvæði Ávöxtun ríkisskuldabréfa til 10 ára Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.