Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 15
III Fjármálaleg skilyrði
Frá nóvember sl. hafa fjármálaleg skilyrði orðið heldur aðhaldssamari á
heildina litið. Þau eru þó enn með hagstæðasta móti. Erlendir vextir eru
enn afar lágir, þótt skammtímavextir séu farnir að hækka í Bandaríkjun-
um. Innlendir skammtímavextir hafa hins vegar hækkað í takt við 1½
prósentu hækkun stýrivaxta og hefur það stuðlað að gengishækkun
krónunnar og þar með gert erlendar lántökur óhagkvæmari að því
gefnu að búist sé við að gengishækkunin gangi til baka. Vextir verð-
tryggðra skuldabréfa til langs tíma hafa hins vegar ekki hækkað. Því
hefur hækkun stýrivaxta ekki haft umtalsverð áhrif á fjármálaleg skilyrði
heimilanna, enn sem komið er.
Fjármálaleg skilyrði í heiminum eru enn með besta móti
Fjármálaleg skilyrði í umheiminum eru enn með því hagstæðasta sem
þau hafa verið í áratugi. Bandaríski seðlabankinn hefur reyndar hækk-
að stýrivexti um 1½ prósentu frá því að hann tók að draga úr örvun
peningastefnunnar sl. sumar, en Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur haldið
stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2% frá sumarmánuðum 2003. Breskir
stýrivextir hafa verið óbreyttir frá því í ágúst, eftir nokkra hækkun á
fyrri hluta sl. árs. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru um þessar mundir
2½%, eða lægri en sem nemur verðbólgu þar. Skammtímaraunvextir
í heiminum eru enn almennt nálægt núlli eða neikvæðir. Hækkun
stýrivaxta í Bandaríkjunum hefur jafnframt engin marktæk áhrif haft
á langtímavexti. Þannig hafa t.d. vextir ríkisskuldabréfa til tíu ára verið
nálægt 4% á fyrstu mánuðum þessa árs, eða aðeins lítillega yfir sögu-
legu lágmarki. Í Evrópu eru langtímavextir 2%. Helstu skýringar á
óvenjulágum vöxtum eru lágar verðbólguvæntingar, almennt traust á
stjórn peningamála í helstu ríkjum heims og væntingar um að aðhald
verði aukið með varfærnum hætti á næstu árum. Jafnframt hafa
seðlabankar í Asíu keypt bandarísk ríkisskuldabréf í miklum mæli og
þannig komið í veg fyrir að hallarekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna leiddi
til vaxtahækkunar. Þá hefur hagnaður fyrirtækja aukist án þess að
fjárfesting hafi aukist sem því svarar. Lánsfjáreftirspurn hefur því verið
fremur lítil en framboð lánsfjár hins vegar mikið. Fjármálaleg skilyrði í
heiminum eru í reynd enn hagkvæmari en sem nemur sögulega lágum
vöxtum ríkistryggðra skuldabréfa, því vaxtaálag hefur hvarvetna verið
á niðurleið, hvort heldur á vexti skuldabréfa fyrirtækja eða nýmark-
aðsríkja.
Stýrivextir í helstu efnahagsveldunum hafa hækkað mun hægar
frá því að efnahagsbati hófst fyrir rúmlega tveimur árum en á fyrri
bataskeiðum. Enn er í flestum spám gert ráð fyrir hægfara hækkun
vaxta á næstu tveimur árum, bæði skammtímavaxta og langtíma-
vaxta. Ýmislegt gæti þó orðið til að flýta fyrir vaxtahækkun. Dragi
seðlabankar í Asíu t.d. verulega úr kaupum sínum á bandarískum
skuldabréfum, fari verðbólga vaxandi og leiði til þess að auka þurfi
aðhald peningastefnunnar hraðar en nú er fyrirséð og takist ekki að
koma böndum á mikinn halla ríkissjóðs í Bandaríkjunum gætu vextir
hækkað hraðar en almennt er gert ráð fyrir. Slík þróun gæti orðið
afdrifarík fyrir framvinduna hér á landi í ljósi þess að hinn hraði vöxtur
innlendra útlána hefur að miklu leyti verið fjármagnaður með erlendu
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
1
15
Mynd 9
Heimildir: EcoWin, Eurostat.
Erlend vaxtaþróun
2. janúar 2002 - 10. mars 2005
(daglegar tölur)
2002 | 2003 | 2004 |2005
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
%
2002 | 2003 | 2004 |2005
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
%
Bandaríkin
Evrusvæði
Ávöxtun ríkisskuldabréfa til 10 ára
Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða